Vikan


Vikan - 05.12.1968, Side 39

Vikan - 05.12.1968, Side 39
GÆÐAMERKIÐ MARK8 & 8PENCER , TRYGGIR YÐUR VANDAÐA VORU A HAGSTíÐU VERÐI <rtN*IÐUNN (Gl ^STRÆTI var andlega og líkamlega örmagna og það var furðulegt hvað hún mundi lítið, þegar hún vaknaði og það þurfti ekki mikla fyrirhöfn til að sannfæra hana um að mest af því, sem hún mundi væri aðeins slæmur draumur. Sálfræðingarnir segja að svona nokkuð sé aldrei hægt að þurrka út, að atburðir sem þessi skilji eftir sig ör ó heilanum, ef svo mó segja, skaða sem barn- ið komist aldrei yfir alla sína ævi, og það getur verið. Eg reikna með að fó börn hafi ekki einhvers kon- ar þannig ör, en ör Pollýar ætti nú samt að vera minna en margra annarra, því þegar hún vakir er hún vafin ást og skilningi. Meðan Alísa var að setja Pollý í bólið fór ég niður og gekk úr skugga um að allar dyr væru ræki- lega læstar og allir gluggar vand- lega kræktir. Það er nokkuð sem ég mun aldrei gleyma að gera um langan, ókominn tíma. Svo fór ég úr alblóðugum fötun- um. Ég var feginn að ég skyldi ekki vera í öðrum hvorum fötun- um mínum, heldur aðeins galla- buxum og sportiakka. Eg tók fötin upp með tveimur fingrum, þegar Alísa kom inn í eldhúsið sagði ég að það yrði að brenna þeim eða koma þeim fyrir kattarnef á ann- an hótt. — Við brennum þeim ekki, sagði hún að bragði. — Föt vaxa ekki á triánum. Ég set þau í þvotta- vélina og þótt þau verði aldrei iafn góð, kannske, verða þau samt sem áður nothæf. Ég kinkaði kolli, hafði ekki rænu á að andmæla. Það var kominn morgunroði á himininn. — Ég fer ekki í vinnuna, sagði ég. — Þó ekki væri. — Þeir gera sér enga rellu út af því. Jaffe hélt í fyrradag að ég væri veikur. — Það var ekki í fyrradag, það var í gær. — Nú? Já, ég meina í gær. — Auðvitað gera þeir sér ekki rellu út af því. Þú ert aldrei veik- ur. Af hverju ættu þeir að gera sér rellu út af því? — Ja, þú veizt hvernig þeir eru — hvernig húsbóndinn er. — Ég held þú ættir að fara að sofa, Johnny — strax. — Ég þarf að fara í bað. — Farðu í bað og svo að sofa. Ertu svangur? Ég hristi höfuðið. — Við eigum hálfflösku af viskíi. Ég hristi höfuðið aftur. — Mig langar í viskí, en ég myndi kasta upp ef ég bragðaði það. — Farðu þá í rúmið og reyndu að hvíla þig. — Ef Pollý leyfir. — Ef Pollý vaknar fer ég á fæt- ur. Þú getur sofið út. — Þú hefur vakað jafn lengi og ég. — Ég er ekki eins þreytt og þú, Johnny. — Hversvegna ekki? — Vegna þess að konur 'eru öðruvísi en karlar. Það er erfitt að skilia það, er það ekki? — Það er erfitt — jú, sannarlega er það erfitt, samþykkti ég þreytu- lega. Ég fór í tvö böð, burstaði á mér hárið og skrokkinn og reyndi að gubba ekki af því sem varð laust í vatninu. Ég sagði við siálfan mig að ég hefði heldur átt að fara í steypibað, en ég var of þreyttur til að þvo mér standandi á fótunum. Seinna baðið hafði ég mjög heitt og lá grafkyrr, dragandi ýsur, þar til Alísa kallaði: — Johnny, ertu sofnaður í bað- kerinu? Þá þurrkaði ég mér, fór i nátt- föt og staulaðist í bólið. Rúmið okkar er tvöfalt rúm, ekki tvö rúm saman og ekki sérlega breitt, held- ur gamaldags, veniulegt tvíbreitt rúm. Ég stakk einu sinni upp á því að við fengjum okkur tvö sam- stæð rúm, en Alísa áleit það væri minnsta kosti óviðeigandi, ef ekki beinlínis siðlaust og upplýsti mig um að virðulegir Bretar væru ekki sammála Ameríkönum ( þessu máli: — Ef maður er giftur er mað- ur giftur, sagði hún og þá eiga hjón ekki að láta eins og þau séu bara vinir. Og hvað myndurðu segia Pollý, þegar hún væri nógu gömul til að spyrja? Svo var ekki meira talað um það og tvíbreiða rúmið var kyrrt og þetta kvöld — eða öllu heldur þennan morgun — var hún eins framarlega sín megin og hún gat. Hún lá þarna stundar- VIKAN-JÓLABLAÐ 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.