Vikan


Vikan - 05.12.1968, Side 41

Vikan - 05.12.1968, Side 41
fríinu og 10. apríl fórum við öll þrjú til kanadísks sumarleyfisstað- ar, með afborgunarkjörum. Þetta voru þægiiegar þrjár vikur og ó þeim tíma byrjaði ég að skrifa nið- ur það sem kom fyrir okkur, dag nokkurn í lok marz. Mér fannst að ef ég skrifaði þetta ekki allt saman samvizkulega niður, yrði minning- in óljós og óóreiðanleg, svo hér er þessi skýrsla, þegar ó henni þarf að halda. Þegar ég byrjaði ætlaði ég aðeins að skrifa nó- kvæmlega það sem gerðist í eins stuttu og knöppu formi og hægt væri, en svo fannst mér ég ekki geta það — og ég get heldur ekki skrifað alla söguna með öllu því sem henni fylgir. Þessi frósögn er einhvers staðar mitt ó milli og ég held að mér hafi heppnazt að segja vel og skýrt fró því sem gerðist. Nú á ég aðeins eftir að segja frá einu enn. Þegar við vorum komin aftur til Jersey og ég var á leið heim til mín kvöld nokkurt, eftir vinnuna í New York, fór ég framhjá verzlun, þar sem seldar voru gjafavörur, þeirra á meðal litlir lyklar ó keðju fyrir brúðuhús. Ég keypti eina svona lyklakippu til að gefa Pollý, en þegar ég gaf henni þetta sagði hún: — En pabbi, ég á lykil. Svo lyfti hún litlu mottunni fyr- ir framan brúðuhúsið sitt og undir henni var lítill, flatur lykill með bókstafnum f. Þar hefði engum innbrotsþjófi nokkru sinni dottið í hug að leita. ENDIR. iól í káetunni Framhald af bls. 13 saddir, og þá var ekki nema um eitt að ræða: að fá sér dúr. Við fórum úr olíustökkunum og skrið- um á fjórum fótum inn í koldimma skonsuna, sem átti að heita káeta, — hver á fætur öðrum. Það var svo lágt undir loft þarna inni, að maður gat ekki staðið uppréttur þar, heldur varð að sitja. Lampi hékk þar niður úr loftinu. Við gát- um kveikt á honum, og brátt varp- aði hann gullnum bjarma yfir fjóra örþrota menn, með vot andlit og hálfblind augu af sjávarlöðrinu. — En að við skulum nú ekki hafa neitt til að ylja okkur fyrir brjóstinu, sagði Pétur skipstjóri, þegar við vorum komnir undir brek- ánin. — Við verðum þó að muna, að það er aðfangadagur jóla. Við reyndum að opna augun og hugsa um þetta. Já, nú voru jólin komin. Heima gekk fólkið frá ein- um glugganum til annars til þess að svipast um eftir okkur. Við urð- um að tala hátt til þess að yfir- gnæfa sjávarniðinn. Af og til kom brotsjór fyrir nesið og lyfti bátnum hátt upp, svo að lampinn hrökk nærri því af króknum. — Við verðum þó að minnsta kosti að reyna að kveikja upp, sagði Lars Syversen. — Þeir ungu verða að reyna að gera hér ofurlítið jóla- legt. Svo var ýtt við okkur og við skriðum á hálfdofnum höndum og fótum að ofninum, tíndum saman brenni, vorum nærri þvi sofnaðir yfir því, en fengum spark í rassinn og vöknuðum aftur. Brótt fór að rjúka allsvakalega úr ofninum. Það var þó sönnun þess, að logaði í honum. Ofnhitinn var hreinasta hátíð, eins og nú stóðu sakir, og smám saman fór að verða jólalegt hjá okkur. Við gengum jafnvel svo langt að taka af okkur sjóhattinn til þess að geta gert okkur veru- lega glaðan dag. Og þegar við vermdum blöðróttar hendurnar var alveg eins og við sætum heima hjá mömmu. Hendurnar bólgnuðu og það sveið í sárin eftir blöðrurnar af salta vatninu, en það var heimilis- legt hjá okkur, — það voru jól. Þegar við teygðum úr okkur und- ir brekánunum, hnigu augnalokin saman. Við fundum þessa lykt, sem við könnuðumst svo vel við, lykt af fiski, votum fötum, olíufötum, svita og slori. Það minnti okkur svo nota- lega á hlýtt stýrishús, hvíld og skjól gegn ofviðri, — það var helgidags- þefur og friður. Báturinn vaggast og maður veit ekki lengur, hvort það eru kirkjuklukknahljómar úti í myrkri næturinnar — eða hvort það er hafið, sem brýtur á skerjunum, — þei, þei, sof í ró! En Pétur skipstjóri vekur okkur samt einu sinni enn. Hann ók sér og hrópaði: — Það væri nú ekkert á móti því að hafa skyrtuskipti. Stundarkorni síðar kom Lars Sy- versen með sömu athugasemd. Kon- an hans var vön því á aðfangadags- kvöld að þvo honum um bakið og höfuðið. Bara að hún væri nú kom- inl Pétur bylti sér í rúminu og ók sér. Það var ekki fyrir neinn krist- inn mann að þola að liggja hér um heilagt aðfangadagskvöld með svona mikinn fiðring innan í skyrtunni. Hann var þó, lofaður sé guð, bæði skírður og fermdur, og nú voru jól. Þegar hæst stóð í stönginni, fór hann að brölta fram í skotið, þar sem ofninn stóð. Fatakistlarnir stóðu undir bólkinum og nú fór hann að draga sinn kistil fram, tók upp hreina skyrtu og nærbuxur og fór því næst að hneppa frá sér háls- mólið. Það var ekki svo auðvelt hér inni, þar sem maður varð að krjúpa og lúta höfði til þess að reka sig ekki uppundir. Blástakkurinn hans sat fastur á kollinum. Hann blótaði og togaði og togaði og loks gekk það. En verr gekk með skyrtuna, því að það var ómögulegt að hneppa frá sér hálsmálinu með svona miklar blöðr- ur á fingrunum. — Nú fer ég út sem ég krýp hérna, sagði hann, tók hreinu nær- fötin, opnaði káetuhurðina og skreið út. I sama bili stóð hríðar- strákurinn inn úr dyrunum og ofn- inn rak út úr sér logatungu í bræði sinni. — Ertu frá þér? hrópaði Lars Sy- versen. — Ætlarðu að klæða þig úr öllu í svona hundaveðri? En þegar við stungum höfðinu út um gættina skömmu seinna, stóð öldungurinn úti á þilfarinu nakinn að ofan í grenjandi stórhríðinni og var að pota sér í skyrtuna. Þegar því var lokið, fór hann að bisa við að toga af sér sjóstígvélin, buxurnar, sokkana og nærbuxurnar, meðan skyrtan lamdist um hann í storminum og hríðinni. Svo hyssaði hann upp um sig nærbuxurnar, og þá var það nú búið. Loksins kom hann skríðandi á fjórum fótum inn í káetuna og dró á eftir sér utanyfirfötin og sjóstíg- vélin. — Þú leikur þér að því að eyði- leggja heilsuna, sagði Lars Syver- sen. — Hann var kaldur f álinn núna, sagði Pétur og lokaði hurðinni. — En það var nú notalegt samt sem áður. Það lak úr hári hans og skeggi og það stirndi á snjókornin á hreinu skyrtunni í lampaljósinu. — Hérna hafið þið nú hreinlátan mann, sagði hann og skreið undir brekánið. En þó að hann færi í duggara- peysu og buxur og vefði vel utan VIKAN-JÓLABLAÐ 41 Um leiö og jólahátiðin gengur i gard, viljum vér minna á nauðsyn heímilís trqggingar. Gledileg |öl, gæfurikt komandi ár! (glE][3|E][gUgi3lEl [glE][glE][glE][g]E] ALMENNARH TRYGGINGAR HF ROSTHU SÍIVII 17700 SSTRÆTI 9 m
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.