Vikan


Vikan - 05.12.1968, Side 62

Vikan - 05.12.1968, Side 62
 Kaníer‘ lífstykkjavörur. Undirstaða ytra er réttur innri klæðnaður. Nýjir lilir: Turkis og gult. iitlits íslenzk framleiðsla Hartoiiarkariir INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhHÍ- &■ 'UtikurÍir H □. VILHJÁLMSSDN RANARGOTll 17 >3IMI 19669 Framhald af bls. 25 til? Ef ég væri í þínum sporum, myndi ég segja henni alla söguna. Og ef þú treystir þér ekki til þess, þá skal ég taka það að mér. Soames hristi höfuðið. — Nei, ekki að svo stöddu. Helzt kysi ég að hún kæmist aldrei að því. Ef það var ekki bráðnauðsynlegt, kaus Soames helzt að dóttirin sem hann tilbað, heyrði aldrei neitt um þetta gamla hneyksli . Hann staðnæmdist nú fyrir framan Goya málverkið, og var ergi- legur, þegar hann liugsaði um það sem Winifred hafði sagt. Þá heyrði hann rödd konu sinnar: — Soames! Hér er Michael Mont kominn, þú varst búinn að bjóða honum að líta inn til að skoða myndirnar þínar .... Michael Mont var glaðlegur, ungur maður, sem Soames hafði hitt á málverkasýningunni í Cork Street. — Já, hér er ég kominn, herra Forsyte. Ég bý nefnilega skammt héðan.... Þetta eru afleiðir.garnar af því að vera alúðlegur við fólk, hugs- aði Soames, og virti gestinn fyrir sér. Þetta var hávaxinn, imgui’ maður, með stóran, svipmikinn munn. En hann var mjög geðugur og ólastanlega klæddur. Meðan þeir gengu um í málverkasalnum, undraðist Soames hve öruggar og skynsamlegar athugasemdir hans voru. Hann var svo vanur því að fólk skoðaði málverkin hans, án þess að hafa hug- mynd um listagildi þeirra. — Segið mér eitt, herra Mont. Hvaða atvinnu hafið þér? spurði Soames forvitnislega. — Ja, ég ætlaði nú einu sinni að verða listmálari, en stríðið kom í veg fyrir það .... — Lifið þér þá af eignum yðar? — Já, það er að segja á eignum föður míns. Meðan á stríðinu stóð stuðiaði ég að því að hann héldi lífi, og nú heldur hann lífinu í mér, sagði ungi maðurinn, án þess að hika. — En það er eitt sem mér þykir vafasamt hjá föður mínum, hann heldur dauðahaldi í jarðeignir sínar, og það er ekki skynsamlegt núna. Soames brosti með sjálfum sér, og beið eftir því að hann héldi áfram. — Sá gamli ætlar alveg að rifna, þegar ég minnist á það að hann þurfi að vinna ennþá, og að það sé bezt að losa sig við jarð- eignirnar. Soames tók fram í fyrir honum og sagði: — Eigum við ekki að fá okkur te með hinu fólkinu? Jon var á leiðinni til Sussex aftur, eftir helgarfrí hjá foreldrum sínum á Robin Hill. Hann kom til Paddington stöðvarinnar hálf- tíma áður en lestir átti að fara. Honum fannst hann vera búinn að vera viku á leiðinni. Hver mínúta varð að klukkutíma, þangað tii hann, sá Fleur koma á móti sér á stöðvarpallinum með ferða- tösku í hendinni, og á eftir henni var burðarkarl með meiri far- angur. — Getum við ekki náð í klefa, þar sem við getum verið ein? hvíslaði Jon að henni. — Það þýðir ekki neitt. Lestin stanzar svo víða. Það getur verið þegar við koraum til Maidenhead.... Reyndu að líta svolítið eðli- lega út, Jon! Lestin fór af stað. — Það er eins og það séu fjórtán dagar en ekki tveir síðan við hittumst, sagði Jon. Hún kinkaði kolli. — Reyndu að líta svolítið eðlilega út, hvíslaði hún aftur, en fór svo að skellihlæja. Glaðværð hennar særði hann. — Foreldrar mínir vilja að ég fari til Spánar með móður minni og verði þar í tvo mánuði, sagði hann. — Ég hefi það á tilfinn- ingunni að það sé vegna þess að, þau vilja ekki að við séum saman... Fleur fölnaði og beit á vörina. — Þú verður auðvitað að fara... — En ef þú gleymir mér á meðan ég er í burtu, hvíslaði hann, en orðin lieyrðust varla vegna skrölltsins í lestinni. — Einhver asni gæti.... Fleur hallaði sér að honum. — Nei, ég sleppi þér aldrei. Svona, nú erum við komin til Maidenhead. Vertu nú tilbúinn, Jon! Lestin nam staðar. Síðustu farþegarnir yfirgáfu klefann. — Flýttu þér! kallaði Fleur. — Flallaðu þér út um gluggann, og reyndu að vera skuggalegur, eins andstyggilegur og þú getur. 62 VIKAN-JÓJ.ABLAÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.