Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 75

Vikan - 05.12.1968, Page 75
Ágústusar. Híbýli hans voru án allra óhóísþæginda, mataræ'ði sömuleiðis og helzt vildi hann ganga í fötum, sem kona- hans og dóttir höfðu sjálfar ofið og saumað. Við þegna sína, jafnt þá hæstu og lægstu, var hann hógvær og af hjarta lítillátur. Við mannaumingja einn, sem kom til hans skjálfandi á bein- unum með bænaskrá, sagði hann góðlátlega: „Þú réttir mér þetta eins og þú værir að fóðra fíl“. Sem nærri má geta var ann- að en gaman að gera að einni heild svo víðlent veldi sem Rómarríki. Sumir íbúa þess bjuggu við fágaða borgamenn- ingu, aðrir voru ennþá nánast villimenn. Fram til þessa höfðu allir góðir Rómverjar talið sjálf- sagt að arðræna og kúga skatt- löndin gegndarlaust, enda voru íbúar þeirra álitnir einskonar untermenschen. Þetta mál tók Ágústus föstum tökum, enda stórbatnaði hagur skattlandsbúa í stjórnartíð hans. Skattlands- stjórar þeir, er freklegast höfðu misnotað aðstöðu sína, fengu á- minningu í samræmi við það. Um einn þeirra, er settur hafði verið yfir Egyptaland, er sagt að hann hafi keypt fyrir gífur- lega summu víghana einn, sem Egyptar höfðu í sérstökum há- vegum, enda landsmeistari í sinni grein. Til að auglýsa stór- mennsku sína lét skattlands- stjórinn steikja fúglinn og át hann síðan. Þessháttar tilburð- um hafði Ágústus engan smekk fyrir og lét drepa skattlands- stjórann, er hann hafði étið han- ann. Uppgangur skattlandanna varð til að stórauka verzlun og menningarleg samskipti innan keisaradæmisins. Grísk menning náði þar meiri tökum en nokkru sinni fyrr. Hinsvegar andæfði Ágústus mátulega þesskonar á- hrifum frá Vestur-Asíu og Egyptalandi, þareð þeim vildi fylgja spilling og löðurmennska og auk þess voru þau óvinsæl í Róm eftir allan fyrirganginn í Kleópötru með þá Sesar og Antonius. Þannig neitaði Ágúst- us að veita Apis, hinum guðlega kálfi Egypta, lotningu með því fororði að Rómverjar dýrkuðu að vísu guði, en ekki tarfa. En hófsöm skynsemdarstjórn keisarans varð ekki einungis innanlandsviðskiptum til upp- lífgunar, heldur og utanríkis- verzlun. Á hans dögum stórjuk- ust viðskiptin við Indland, er aðallega fóru fram frá Alex- andríu, sem var önnur aðalborg ríkisins. Þaðan vají' siglt með vestrænan varning, sem Indverj- ar ágirntust, uppeftir Níl til Þebu, þaðan var hann fluttur á kamelum yfir eyðimörkina til Rauðahafsstrandar og þaðan sigldu svo árlega rúmlegahundr- að skip til Malabarstrandar, þar sem skipt var á varningnum og HSúkkulaðíuerksmíðjcm Síríus VIKAN-JÓLABLAÐ 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.