Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 78

Vikan - 05.12.1968, Page 78
B Ú S L jr 0 Ð LUXOH LUXOR PÓSTSENDUM MYNDIR OG VERÐ- LISTA. B Ú S L jr 0 Ð HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SÍMI 18520 1/2 lítri köld mjólk 1 ROYAL búðingspakki. Hrœrið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu jarðarberja sítrónu. héruð voru eins konar Síbería í augum þeirrar tíðar Rómverja. Átti Óvíð þar til æviloka dauf- lega vist í borginni Tomi, sem heitir nú Constanta og er í Rúm- eníu. Sagði hann svo í bréfi til vina sinna, að eina framleiðsla þessa auma lands væru örvar, sem villimannaþjóðflokkarnir á sléttunum skytu á borgarbúa. Grátbað Óvíð keisarann hvað eftir annað að hleypa sér heim frá þessari auðn, en við það var ekki komandi. Mikinn þátt í stuðningi keis- arans við skáldin átti Mekenas, aðalráðgjafi hans og mesti tryggðavinur, annar af tveimur, hinn var Agrippa hershöfðingi, sem átti drýgstan þátt í hernað- arsigri hans á Antoníusi. Meken- as þessi var slíkur listavinur að nafn hans hefur orðið að sam- heiti á þannig mönnum síðan. Hann var líka mannvinur slíkur að einstakt var um Rómverja. Eitt sinn var hann nærstaddur, er Ágústus sat í dómarasæti; hafði keisarinn þegar kveðið upp dauðadóma yfir nokkrum sakborninga þeirra, er leiddir voru fyrir hann að því sinni, og gerði sig líklegan til að láta það ganga yfir fleiri. Mekenas skráði þá nokkur orð á töflu og lét færa keisara. Þar stóð skrifað: „Hættu nú, böðuR!“ Ágústus lét sér þetta að kenningu verða, en nærri má geta hvort nokkrum hefði þýtt að brúka svona stólpakjaft við . eftirmenn hans, til dæmis Neró. Á engu hafði Ágústus slíka andstyggð sem styrjöldum, enda hlaut jafn glöggum og hégóma- lausum manni að bjóða við þess háttar asnaskap. Þó háði hann nokkur landvinningastríð, fyrst og fremst í þeim tilgangi að skapa ríkinu örugg landamæri. Hersveitir hans lögðu undir Rómaveldi Mösíu (Norður-Búlg- aríu), Pannóníu (vesturhluta Ungverjalands), Nóríku (Aust- urríki sunnan Dónár) ásamt þeim svæðum sem nú eru Sviss og Suður-Bæjaraland. Varð Dóná þannig landamæralina rík- isins frá upphafi til ósa. f þess- um löndum bjuggu þrakverskar þjóðir og keltneskar, sem Róm- verjar áttu heldur auðvelt með að bæla niður. Allt öðruvísi fór þegar þeir reyndu við Germani. Rómverjar höfðu hugsað sér að brjóta undir sig lönd allt að Saxelfi, en þannig hefðu landa- mæri þeirra orðið miklu örugg- ari en þau er síðar voru ákveðin við Rín. Árið 9 eftir Krist virtist þetta takmark skammt undan. Róm- verjar höfðu þá þegar lagt und- ir sig mikinn hluta Norður- Þýzkalands og Ágústus hafði skipað yfir landið skattlands- stjóra, er fullkomna skyldi verk- ið. Sá hét Varus og hafði áður verið landsstjóri í Sýrlandi. Varus var treggreint meðal- 7S VIKAN-JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.