Vikan


Vikan - 05.12.1968, Qupperneq 85

Vikan - 05.12.1968, Qupperneq 85
Auðvitað er þægilegt að fá alls konar viðurkenningar. En þær bara breyta engu, til eða frá. Umsögn breytir heldur engu til eða frá, tíminn einn sker úr um hvað standa skuli og hvað falla. Maður getur kannski skrifað bullandi heimsbók- menntir í samtímanum og allir klappa manni á bakið og segja húrra, húrra — þetta er kannski allt saman dautt, ári eftir að mað- ur er kominn í kistuna. Ha? Hér í þjóðfélaginu eru ýmsir menn svo merkilegir, að þeir eiga afmæli 1 viku, ef þeir verða sjötugir. Það varðar engan um þessa menn, þeg- ar þeir eru fallnir frá. — Hernámsárin eru það merki- legur tími í sögu landsins, að hann á skilið verk á borð við Þrúgur reiðinnar. — Hann ætti skilið það, Sigurð- ur, hann ætti það skilið! Og það væri skömm að því, að skrifa þá bók í sléttum, felldum tón! Skömm að því! En ég býst við, að það sé erfitt fyrir þá, sem voru fullorðnir á þessum tíma, að skrifa bók um hann. En ég, sem var svona ungur, ég á gott með það. Því þegar mað- ur er ungur, sér maður þetta mik- ið meira sem ævintýri. Patríótinn var ekki vaknaður í mér, og ég sá þetta sem ævintýri. Ég var í fyrsta bekk menntaskólans, en það var vonlaust, að ég næði prófi upp í annan bekk, það var svo mikið að gerast. Mér hafði til dæmis aðeins einu sinni verið gefin appelsína á ævinni fram að þessu, en allt í einu flaut allur Pollurinn á Akureyri út í appelsínuberki. Og svo ætlast menn til, að maður geti bara farið að kúra yfir bókum! Ég var skamm- aður í bak og fyrir, og tilkynnt það af kennurum um áramót, að ef ég tæki mig ekki á, kolfélli ég. Bless- aður, ég hlustaði ekki á það. Mér kom það ekki við. Strax um vorið fór ég að vinna, og fékk 96 krónur á viku, hafði aldrei séð pening áður. Skólamál fóru alveg út um þúfur. Samt höfum við, þess- ir strákar úr Norðurgötunni, bjarg- azt ágætlega, þrátt fyrir reiðileysi, forvitni og peningagræðgi á ung- lingsárunum. En samt skyldi eng- inn halda, að menn eigi auðveldari kosta völ heldur en fara í skóla. Menntunarleysi er böl, og það tek- ur langan tíma að berja í brestina. Þeir verða heldur aldrei fullbarðir. Hitt er svo annað mál, að fólk með ótal próf getur verið óhæft til ým- issa starfa, sem annað fólk alls próflaus skilar með stakri prýði. Þó er það nokkur mælikvarði að vita, að fólk hefur farið í gegnum þessa menntun. Og það er ógurleg- ur tími, sem fer í að mennta sig sjálfur, meira og minna leiðsagnar- laust, og verður tæpast almennilega gert. Sjálfsmenntun er möguleiki til að víkka sig svolítið, en engin lausn móti hinu. En í sambandi við sjálfsnám má taka hlut eins og að lesa bækur. Ákveðin prósenta af öllum þeim, sem á annað borð fást til að taka sér bók í hönd og fara að lesa, þreytist á að lesa léttmetið og fer í efni, sem er þyngra. Og þetta eru manneskjur, sem þróast. Ég byrjaði að lesa reyfara, og las ekki annað en reyfara, þangað til ég var orð- inn svo þreyttur á þeim, að ég fletta bara upp á tveim síðustu blað- síðunum og leysti málið í hvelli. Þá nennti ég ekki að kaupa þessar bækur iengur, þvf þetta var svo stutt skemmtun, og þá fór ég að leita að einhverju, sem tæki lengri tíma. Og um leið og þú tekur ein- hverja skemmtibók og setur það í blöð að þetta sé vond bók og ómöguleg og bara fóður handa bú- peningi, þá ertu að kalla kannski tvö þúsund manns, kannski 10 þús- und manns, búpening. Og þú hef- ur ekki leyfi til þess. — En mér finnst gallinn sá, við margar þessar innlendu léttmetis- bækur, að í þær vantar bæði lógik og húmor. — Það er slæmt, afar slæmt, ég skal játa það, ef bæði vantar lógik og húmor. En ef einhver hefur ánægju af að skrifa slíkar bækur, og einhverjir ánægju af að lesa þær, eiga allir að hafa leyfi til þess, án þess að vera svívirtir fyrir það. Auk þess verður alltaf að vera und- irlendi, annars eru ekki fjöll. Ut- lendingar virða Islendinga fyrir menn eins og Halldór Laxness og Snorra Sturluson. Við hinir erum bara skrattakollar til að viðhalda bókmenningu í landinu. Við erum bara taðið, sem heldur eldinum við. Og það á að láta billegt tað í friði. Það logar líka í því. Og þró- unin sér um sig. Sá, sem venst á bók, þróast upp í það sem við köll- um betri smekk. Og þjóðlegur fróð- leikur hefur gert ógurlega mikið til að mennta fólk i bóklestri og kenna því að vinza úr, hvað er gott og velskrifað, og hvað illa. Þar flýtur að vísu mjög margt með, en þeir menn, sem fást við að skrifa þjóð- legan fróðleik, eru yfirleitt vandað- ir höfundar og samvizkusamir. — Og það borgar sig að lesa þjóðlegan fróðleik. Borgar sig að pæla gegnum þykk bindi af slíkum fróðleik, sem manni finnst kannski ekkert merkilegur, því innan um koma alltaf perlur. Ég get sagt þér nýlegt dæmi af því frá sjálfum mér. Ég þarf alltaf að lesa eitthvað undir svefninn, og ekki alls fyrir löngu var ég með safn af þjóðleg- um fróðleik eftir Sigfús Sigfússon. Og eitt kvöldið rakst ég á perlu, sem borgaði mér alla fyrirhöfnina. Þessi saga var eitthvað á þessa leið: Það var einu sinni í fögrum dal milli hárra fjalla, að piltur og stúlka áttu heima sitt á hvorum bænum, og það rann djúpur og breiður lækur milli bæjanna. Stúlk- an fór oft að hitta piltinn og fór vel á með þeim. Einu sinni sem oftar var hún að koma frá honum, en þegar hún kom að læknum, kom hópur ríðandi fólks á móti henni. Þetta var huldufólk. Aftast reið fönguleg kona á reistum gæðingi. Hópurinn hleypti nú yfir lækinn, nema konan, hestur hennar spyrnti HtJAt BÆKUR ÆSKUNNAR 1968 Án söluskatts kr.: Bláklædda stúlkan........... 148.00 Öldufall áranna ................. 410.00 Gaukur keppir aS marki .... 185.00 Litíi og stóri............... 45.00 Yfir úthafið................ 145.00 lamar og Tóta............... 165.00 Krummahöllin................ 40.00 SkaðaveSur 1897-1901 ............ 220.00 Hrólfur hinn hrausti......... 142.00 Eygló og ókunni maðurinn .... 163.00 Sögur fyrir börn (Tolstoj)..... 50.00 Fimm ævintýri............... 50.00 Úrvalsljóð Sigurðar Júl. Jóhannessonar . . 149.00 Sannir listmunir gefa gjöfinni gildi Batik-kjóllinn er rammi persónuleik- ans. - Pantið sam- kvæmisklæðnaðinn tímanlega. Batik-lampar. Mjög fjölbreytt úrval. Aðeins eitt af hverri tegund. KIRKJUMUNIR Kirkjustræti 10 Sendum gegn póst- kröfu hvert sem er. VIKAN-JÓLABLAÐ 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.