Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 89

Vikan - 05.12.1968, Page 89
,,Á það mun ég hætta að kaupa þig ef þú geymir fjár míns. Á ég sauð margan en örðuga haga." Skeljung- ur bað hann ráða. Síðan keypti bóndi þrælinn og fór hann með honum heim til Silfrastaða og tók við sauðageymslu að veturnóttum. Það fann bóndi að Skeljungur mundi hafa tveggja manna megn til hvörs sem taka þyrfti; var hann og bónda trúr og hollur, en Iítt komu heima- menn skapi við hann, einkum Grím- ur bóndason. Liðu svo fram tímar að ekki bar til tíðinda. Þess er getið að með Þorgrími bónda væri ambátt sú ein er Bóla héti; var hún flæmsk að kyni og hafði komið út með föður hans. Hún var norn mikil í skapi og illgjörn og þótti flestum ódælt við hana að eiga. Þótti mönnum sem hún mundi ekki einhama og féll mjög stirt með þeim Skeljungi er basði voru stygglynd svo bóndi varð oft að skakka með þeim. Loks- ins kom svo að Bóla hljóp á brottu í æfu skapi. Þótti mönnum sem hún mundi láta fyrirberast í gljúfragili því inu mikla sem verður fyrir ut- an Silfrastaði og skilur það gil Blönduhlíð frá Norðurárdal. I gili því ið efra verða þrír fossar allháir því á lítil rennur eftir gilinu; er mjög torgengt að þeim tveimur, en ógengt að inum efsta. Undir honum ætluðu menn Bólu hafa staðar num- ið í helli nokkrum; veitti hún oft þaðan gripdeildir í byggðina. Við hana er kennt gilið æ síðan og eyði- jörð sú er þar liggur norðan við. Það var einn vetur öndverðan að Þorgrími bónda hurfu sauðir fimm rosknir úr geymslu Skeljungs og ætluðu menn að Bóla mundi valda. Smalamaður varð mjög ófrýnn við og vildi vís verða hvörju sætti. Bándi latti þess mjög og kvað verra mundi af leiða ef Bólu væri ómaki gjör. Varð svo að vera. Næsta haust þar eftir hurfu enn átta sauðir úr geymslu Skeljungs og latti bóndi snn aðfarar. Ið þriðja haust hurfu tíu sauðir; varð þá Skeljungur a11- æfur og tjáði bónda ei að letja hann. Rann þá á hann berserksgangur og hljóp hann norður í gilið og rann skeið þá er liggur gagnvart fossin- om og síðan heitir Skeljungshlaup. Síðan komst hann undir fossinn. Ekki vita menn glöggt um viður- eign þeirra Skeljungs og Bólu; er það sögn sumra manna að hann hafi getað kæft hana í keri því er verður undir fossinum eftir langan og harðan aðgang, og ei hefur vart við hana orðið síðan. Eftir það gekk Skeljungur heim og kvað létta mundi sauðhvarfi um sinn. Bóndi lét sér fatt um finnast. Það fundu menn að Skeljungur hafði mjög tryllzt við viðureign þeirra Bólu og varð nú lítt hæfur í skapi. En jafnan var hann bónda hollur og trúr. Liðu svo fram stundir. Nú er að segja frá Grími bónda- syni, að hann vex upp með föður sínum og er hann nú fulltíða mað- ur og manna röskvastur þeirra er iafnaldra voru. Það var eitt sinn að Grímur kom að máli við föður sinn og mælti: ,,Það vilda ég þú feng- ir mér fjárhlut nokkurn því. mig fýsir að fara af landi brott og kynna mér siðu annarra þjóða; mun lítill verða frami minn ef ég elzt hér upp sem mey til kosta." Bóndi svar- ar: ,,Fé mun ég gnóg til leggja, en þó uggir mig að svo megi til bera að vér mættum þín þarfnast og þú værir betur heima kominn enda munt þú sjálfur í fulla raun kom- ast." Grímur kvaðst á það hætta mundi. Bóndi fékk honum fjárhlut góðan og réði honum far í skipi er Austmenn áttu og uppi stóð I Gönguskarðsárósi. Urðu menn mjög síðbúnir sökum hafísa. Þeir feðgar skildu með með kærleikum og sigldi Grímur af landi brott. Fengu þeir veður bág og hafvillur og velktust úti allt sumar. En að veturnóttum rak þá að landi nokkru í fjúki miklu,- var það mjög óhafnligt og flúrum skotið. Þar brutu kaupmenn skip sitt í spánu; týndist góss og menn allir utan Grímur einn komst á land með sundi, þó mjög þrekaður. Ráfar hann nú í dimmunni nokkra stund þar til hann heyrir viðarhögg skammt frá sér. Þangað gengur hann og getur að líta hvar unnur maður knáligur hjó viðu og hvein bolexi mikil í hendi hans. Grímur heilsar á inn unga mann. Hann tók kveðiu liúft og soyr hvör hann væri og hvörsu ferðum hans við viki. Hann kvaðst Grímur heita Islend- inaur og orðinn hér á skipbroti og t'nt menn oq góss, ,,eður hvar er éq að landi kominn og hvör ræður hér fyrir eður hvört er nafn þitt, inn knáligi maður?" Hinn svarar: ,,Samnefni eigum við og heiti ég Grímur. En kominn ertú að Græn- lands óbyggðum. m:ög langt fró mannbyggðum, en bústaður for- eldra minna er skammt uop héðan. Heitir faðir minn einnin Grímur, en móðir Þórhildur. en systir min Inoi- b'örg, tve:m vetrum eldri mér. Er ei annað fólk þar og fátt til ná- granna. Ætla ég nú ríflegast ráða róða þinna að bví er við horfir að v:ð fylaiumst að heim til föður míns oa siá hvað við tekur og reyr.a svo drenglvndi hans. Sýnist mér sá muni betur hafa er veitir þér að hlut þínum." Grímur Islendingur hvað svo vera skvldi og fylgjast þeir nafnar að heim t:l bæiarins: voru þar húsakvnni snoturlig og sterk. Grímur bóndason leiðir nafna sinn til húss; var þar bóndi fvrir. Hann var mikilúðligur að sjá, við hnígandi aldur, en þó allern. Hús- freyian var og öldruð kona en mjög vænlig og sjálig. Bóndi heilsar syni sínum blíðlega og spyr hvör sá ungi maður rösklegi væri, er með honum gekk. Bóndason svarar: ,,Það er maður íslenzkur sem orðinn er hér á skipbroti félaus, og er nú ráð, faðir, að duga honum því ég hygg hann sé góður drengur og ættmik- ill." Bóndi svarar: ,,Eigi er mér með öllu ókunnugt um farir hans og mun hann til bjargráða borinn og máttu taka hann í félag þitt og sé hann Nýr stór! góctur smávinaill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindilljsem ánægja eradkynnast.DANISHGOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid í dag DAJVISH GOLF í þœgilega 3stk.pakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK VIKAN-JOLABLAÐ 8»
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.