Menntamál - 01.12.1939, Page 10

Menntamál - 01.12.1939, Page 10
136 MENNTAMÁL við er að búast. Henni er ætlaður langmestur tími allra greina á starfsskrám barnaskólanna og kennararnir yfir- leitt einna bezt búnir undir að kenna hana. Þó ætla ég víst, að vegur íslenzkunnar sem kennslugreinar muni á næstunni vaxa meira en annarra greina og kennsluaðferðir breytast í mikiisverðum atriðum. Móðurmálskennslan mun verða tekin enn íastari og að ýmsu leyti nýjum tökum á næstu áratugum. Ber margt til þess, en einkum þrennt: 1. íslenzka sem námsgrein í barnaskóla er í senn undir- staða allra annarra námsgreina og veitir sjálf tækifæri til fræðslu um margvíslegustu efni. 2. Tungan stendur á alvarlegum tímamótum, vegna rót- tækra breytinga á lifnaðarháttum þjóðarinnar. 3. Mörgum kennurum er orðið ljóst, að einhliða áherzla á einstaka þætti móðurmálsins á kostnað allra annarra getur verið hættuleg. Vil ég nú drepa á þessi atriði hvert um sig. Tengsl móðurmálsins við aðrar námsgreinar eru svo margvísleg og augljós, að engin fjarstæða er að halda því fram, að engar námsgreinar aðrar, nema máske íþróttir, matreiðslu og handavinnu þyrfti að hafa á stundaskrá barnaskólanna. Einfalt dæmi sýnir þetta betur en langar útskýringar. Við spyrjum barnahóp í kaupstað, t. d. í Reykjavík, um nafnorðið á, hvað það tákni. Öll börnin vita hvað það þýðir. Þá seilumst við lengra og spyrjum t. d. hvað er hylur, bergvatn, jökulvatn, flúð, strengur, djúpur, grunnur, straumharður, úfinn, að streyma, freyða, belja o. s. frv. Komumst við þannig að raun um að meiri hluti barnanna er alls ófróður um fjölda orða, sem hægt er að setja í náin tengsl við nafnorðið á. Ákveðum við nú að takast ferð á hendur með barnahópinn, t. d. austur að Ölfusá og Sogi. Þegar þangað kemur, ræðum við um alla heima og geima í sambandi við árnar, farvegi þeirra, bakka og nánasta umhverfi. Á þennan hátt kynnast börnin fjölda orða, sem þau ýmist hafa ekki heyrt, ekki skilið rétt eða

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.