Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.12.1939, Blaðsíða 10
136 MENNTAMÁL við er að búast. Henni er ætlaður langmestur tími allra greina á starfsskrám barnaskólanna og kennararnir yfir- leitt einna bezt búnir undir að kenna hana. Þó ætla ég víst, að vegur íslenzkunnar sem kennslugreinar muni á næstunni vaxa meira en annarra greina og kennsluaðferðir breytast í mikiisverðum atriðum. Móðurmálskennslan mun verða tekin enn íastari og að ýmsu leyti nýjum tökum á næstu áratugum. Ber margt til þess, en einkum þrennt: 1. íslenzka sem námsgrein í barnaskóla er í senn undir- staða allra annarra námsgreina og veitir sjálf tækifæri til fræðslu um margvíslegustu efni. 2. Tungan stendur á alvarlegum tímamótum, vegna rót- tækra breytinga á lifnaðarháttum þjóðarinnar. 3. Mörgum kennurum er orðið ljóst, að einhliða áherzla á einstaka þætti móðurmálsins á kostnað allra annarra getur verið hættuleg. Vil ég nú drepa á þessi atriði hvert um sig. Tengsl móðurmálsins við aðrar námsgreinar eru svo margvísleg og augljós, að engin fjarstæða er að halda því fram, að engar námsgreinar aðrar, nema máske íþróttir, matreiðslu og handavinnu þyrfti að hafa á stundaskrá barnaskólanna. Einfalt dæmi sýnir þetta betur en langar útskýringar. Við spyrjum barnahóp í kaupstað, t. d. í Reykjavík, um nafnorðið á, hvað það tákni. Öll börnin vita hvað það þýðir. Þá seilumst við lengra og spyrjum t. d. hvað er hylur, bergvatn, jökulvatn, flúð, strengur, djúpur, grunnur, straumharður, úfinn, að streyma, freyða, belja o. s. frv. Komumst við þannig að raun um að meiri hluti barnanna er alls ófróður um fjölda orða, sem hægt er að setja í náin tengsl við nafnorðið á. Ákveðum við nú að takast ferð á hendur með barnahópinn, t. d. austur að Ölfusá og Sogi. Þegar þangað kemur, ræðum við um alla heima og geima í sambandi við árnar, farvegi þeirra, bakka og nánasta umhverfi. Á þennan hátt kynnast börnin fjölda orða, sem þau ýmist hafa ekki heyrt, ekki skilið rétt eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.