Menntamál - 01.10.1950, Side 4

Menntamál - 01.10.1950, Side 4
146 MENNTAMÁL notagildi höfðu fyrir aðra, sem lag höfðu á að hagnýta sér tillögur þeirra og vísdómsbendingar. Við skulum vona, að ég sé undir svipaða sök seldur, þ. e. að ég geti leiðbeint öðrum á þessum hálu brautum, þótt árangur af stafsetning- arkennslu minni hafi virzt mér lítill. Ef svo reynist, ber Eiríki heiðurinn. Mér hefur stundum dottið í hug, er þunglega hefur sótzt róðurinn í stafsetningarkennslunni, hvernig ég hafi sjálf- ur lært stafsetningu. Þó að ég reyni að fremsta megni að rifja þetta upp fyrir mér, er mér ógerningur að muna með nokkurri nákvæmni, hvernig ég hef farið að þessu. Ég á enn nokkuð af stílabókum mínum úr barnaskóla, og ég sé í þeim, að þar eru fáar villur. Aðalvillurnar eru fólgnar í því, að ég ritaði g í stað k eða d í stað t (t. d. taga, gada), enda var ég alinn upp við þess konar framburð. Auk þess gætir nokkuð y-villna, eins og eðlilegt er. N-villur sé ég þar yfirleitt ekki. En ég skal geta þess, að fyrsti kennari minn í íslenzku var óvenjulega vel menntaður kennari og miklu meira en það, því að hann var afburða- kennari, einn af þessum fáu mönnum, sem eru kennarar af guðs náð. Þessi maður var Hans Einarsson frá Guðrúnar- stöðum í Eyjafirði. Einhvern veginn hefur Hans tekizt að rista hinar torráðnu stafsetningarrúnir fastlega í hug mér. En ég man mjög óljóst, hvernig hann fór að þessu. Þó minnist ég þess, að hann lét okkur gera mjög mikið af endursögnum, en það mun ekki hafa verið neitt ein- stakt um hann, heldur almennt tíðkað um þessar mundir. Stafsetningaræfingar, eins og nú tíðkast, lét hann okkur aldrei gera. , Sigurður Guðmundsson skólameistari, sá mikli töfra- maður í kennslulist, reisti síðar á þeirri undirstöðu, er Hans lagði. Ég minnist þess stundum nú, og brosi þá jafn- an í kampinn, að Sigurður tók sig stundum til, er ein- hver hafði gerzt illilega brotlegur við reglur um stafsetn- ingu, og þuldi yfir okkur hinar margbrotnustu reglur um

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.