Menntamál - 01.10.1950, Síða 24

Menntamál - 01.10.1950, Síða 24
166 MENNTAMÁL nemanda að rita íslenzku lýtalaust, ef rétt er að farið og skynsamlegum ráðum er beitt. En ég hygg, að mjög skorti á það, að rétt sé að farið og skynsamlegum ráðum sé beitt. En allir, sem um þessi mál fjalla, verða að leggj- ast á eitt um það að koma stafsetningarmálunum úr því ófremdarástandi, sem þau eru nú komin í, að því er flest- um virðist, er við þau fást. Það dugir ekki, að hver húki í sínu horni og hugsi, hvernig hann geti leyst þetta verk- efni bezt af hendi, þó að það sé góðra gjalda vert, heldur þarf hér samtök. Það er nauðsynlegt, að fræðslumála- stjórnin beiti sér fyrir allsherjarrannsókn á stafsetn- ingarmálunum og láti gera tilraunir um það, hvernig kennslu verði bezt fyrir komið í þeim. Ef allt verður látið reka á reiðanum, er voðinn vís. Sennilega er hvort tveggja nauðsynlegt að breyta til um stafsetningu og kennslutil- högun. Ég vil nú, áður en ég lýk þessu erindi, víkja enn nokkuð að stafsetningarkennslunni. Eins og málum er háttað nú, er stafsetningarkennslan yfirleitt það, sem kalla mætti beina kennslu, en ég hygg, að hún ætti að vera hvort tveggja í senn: bein og óbein kennsla. Mun ég nú skýra nánara út, hvað ég á við með þessu. Með beinni kennslu á ég við það, að stafsetningin er tekin sem sérstök fræði- grein eða að minnsta kosti sem fastur þáttur móðurmáls- kennslunnar. Þetta er vitanlega nauðsynlegt, en það er ekki nægilegt, eins og ég mun drepa á síðar. Vafalaust má koma fram með ýmsar mikilvægar breytingar á þessari kennslu, eins og ég hef reyndar minnzt á hér að framan, einkum að því er tekur til þess að beina athygli nemendanna að notkun hjálpargagna. En fleira mætti til tína. Eitt skipulagsatriði vildi ég leyfa mér að tala um, en það eru prófkröfur þær, sem gerðar eru. Mér skilst, að milli próf- krafna þeirra, sem gerðar eru til fullnaðarprófs í barna- skólum, og þeirra, sem gera verður til þeirra nemenda, sem hefja nám undir miðskólapróf, sé ekkert eðlilegt samband.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.