Menntamál


Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 41

Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 41
MENNTAMÁL 183 arans er svo að glæða myndirnar lífi og kenna nánar um þau atriði, sem tekin eru til meðferðar. Þegar um er að ræða hjálpargögn til átthagafræði- kennslu, virðist mér tvær leiðir koma til greina. Önnur leiðin er sú, sem Kennarafélag Eyjafjarðar hefur byrjað á með umræddri vinnubók, þ. e. a. s. að láta börnunum í té myndablöð til litunar og stílagerðar. Hin leiðin er að gera nokkurs konar handbók (kennslubók) í átthagafræði í svipuðu formi og bækur Axels Nielsens í landafræði og náttúrufræði. 1 bókum Nielsens er fjöldi einfaldra mynda, sem eru teiknaðar á rúðustrikaðan pappír, svo að hægara sé að teikna eftir þeim, en með myndunum eru ljósar og stuttorðar skýringar. Þessi síðarnefnda leið hefur þann kost, að nægilegt er að hafa í hverjum bekk jafnmörg ein- tök og börnin eru, en þau vinna svo með hliðsjón af bók- inni í sínar eigin vinnubækur. Verður þá að telja bókina sem námsbók, sem ríkisútgáfunni bæri að gefa út. Sé fyrr- nefnda leiðin farin, mun hvert barn verða að fá bók, sem það vinnur í, og verður sennilega að kaupa hana, en slíkt hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér allmikil út- gjöld fyrir foreldrana. Og þegar námsskráin er athuguð verður ljóst, að hvert barn mun þurfa að fá allmörg hefti. Hér skal engu um það spáð, hvor leiðin verður happa- drýgri, en hitt er víst, að með þessari nýju „Vinnubók í átthagafræði“ er stigið markvert skref í þá átt að glæða þessa þörfu og nauðsynlegu námsgrein, og tel ég mikils um vert, að kennarar kynni sér þessa bók og láti í ljós skoðanir sínar á þessu þýðingarmikla atriði. Ber kennarafélagi Eyjafjarðar þökk fyrir útgáfuna. J. B. J.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.