Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 29
MENNTAMÁL
171
rannsóknirnar fóru fram árin 1941—1944, en bæði fyrir
þann tíma og eftir hef ég unnið að þessum athugunum. I
ritum mínum: Mállýzlcum I (Reykjavík 1946) og Breyt-
ingum á framburði og stafsetningu (Reykjavík 1947), er
að finna lýsingu á nokkrum hluta þessara rannsókna svo
og öllum almennum atriðum, er þær snerta.
Engar allsherjarrannsóknir á íslenzkum mállýzkum
höfðu farið fram fyrir þennan tíma, og er tæplega áður
unnt að tala um neitt, sem mállýzkurannsóknir geta kall-
azt á Islandi, þegar frá eru skildar rannsóknir dr. Stefáns
Einarssonar (Sjá Icelandic Dialect Studies I. Austfirðir
í The Journal of English and Germanic Philology, 1932).
Flest atriði, er þetta mál varða, voru því að meira eða
minna leyti óleyst, þegar ég hóf rannsóknir mínar.
Ég ásetti mér í upphafi að gera þessu rannsóknarefni
sem rækilegust skil. Ferðaðist ég því um landið þvert og
endilangt og hljóðkannaði um 10.000 manns — eða um
það bil 12. hvern mann í landinu. Beitti ég við það ferns
konar aðferðum: lestraraðferð, samtalsaðferð, spurnar-
aðferð og ritunaraðferð. Vona ég því, að niðurstöðunum
megi treysta í öllum aðalatriðum.
Hér á eftir verður vikið að einum þætti þessara rann-
sókna: hv-framburði og kv-framburði. Stiklað verður þó
aðeins á nokkrum meginatriðum, þar eð rúmið leyfir ekki
meira.
Þegar ég nefni tölur í sambandi við útbreiðslu þessara
framburðaratriða, á ég ekki við allan hljóðhafaf jöldann,
heldur styðst ég sérstaklega við rannsókn á 6520 börnum,
á aldrinum 10—13 ára. Tek ég þennan kost vegna þess, að
hér er um samfellda og sambærilega rannsókn að ræða
um land allt, þar eð öll börn á þessum aldri voru boðuð til
prófs, en meðalprófsókn var 93%. Hefði ég hins vegar
miðað aðallega við fullorðið fólk og gamalt fólk, mundi
niðurstaðan hafa orðið dálítið önnur: Meira hefði borið
á /i-r-framburði og blendingsframburði (hv + kv) á blend-