Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 171 rannsóknirnar fóru fram árin 1941—1944, en bæði fyrir þann tíma og eftir hef ég unnið að þessum athugunum. I ritum mínum: Mállýzlcum I (Reykjavík 1946) og Breyt- ingum á framburði og stafsetningu (Reykjavík 1947), er að finna lýsingu á nokkrum hluta þessara rannsókna svo og öllum almennum atriðum, er þær snerta. Engar allsherjarrannsóknir á íslenzkum mállýzkum höfðu farið fram fyrir þennan tíma, og er tæplega áður unnt að tala um neitt, sem mállýzkurannsóknir geta kall- azt á Islandi, þegar frá eru skildar rannsóknir dr. Stefáns Einarssonar (Sjá Icelandic Dialect Studies I. Austfirðir í The Journal of English and Germanic Philology, 1932). Flest atriði, er þetta mál varða, voru því að meira eða minna leyti óleyst, þegar ég hóf rannsóknir mínar. Ég ásetti mér í upphafi að gera þessu rannsóknarefni sem rækilegust skil. Ferðaðist ég því um landið þvert og endilangt og hljóðkannaði um 10.000 manns — eða um það bil 12. hvern mann í landinu. Beitti ég við það ferns konar aðferðum: lestraraðferð, samtalsaðferð, spurnar- aðferð og ritunaraðferð. Vona ég því, að niðurstöðunum megi treysta í öllum aðalatriðum. Hér á eftir verður vikið að einum þætti þessara rann- sókna: hv-framburði og kv-framburði. Stiklað verður þó aðeins á nokkrum meginatriðum, þar eð rúmið leyfir ekki meira. Þegar ég nefni tölur í sambandi við útbreiðslu þessara framburðaratriða, á ég ekki við allan hljóðhafaf jöldann, heldur styðst ég sérstaklega við rannsókn á 6520 börnum, á aldrinum 10—13 ára. Tek ég þennan kost vegna þess, að hér er um samfellda og sambærilega rannsókn að ræða um land allt, þar eð öll börn á þessum aldri voru boðuð til prófs, en meðalprófsókn var 93%. Hefði ég hins vegar miðað aðallega við fullorðið fólk og gamalt fólk, mundi niðurstaðan hafa orðið dálítið önnur: Meira hefði borið á /i-r-framburði og blendingsframburði (hv + kv) á blend-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.