Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 19
MENNTAMÁL
161
hve mikill lestrarhraði nemandans þarf að vera, til þess
að verulegs árangurs sé að vænta af stafsetningarkennsl-
unni. Einnig þyrfti að rannsaka nákvæmlega, hve náið
samband er milli þess, hve rétt nemendur lesa og hve rétt
þeir stafsetja. En þess gerist síður þörf, af því að menn
gera sér almennt betur grein fyrir því.
Ýmsir kennarar hafa lagt fyrir mig þá spurningu, hvort
ég teldi ekki, að sú kennsluaðferð, sem nú mun tíðust við
lestrarkennslu í skólum landsins, hin svonefnda hljóð-
lestraraðferð, muni geta valdið nokkru um það, hversu
stafsetningarfærni nemendanna stendur almennt á lágu
stigi. Ég tel mig ekki þess umkominn að svara þessari
spurningu fyllilega. Ég hef gert mér nokkurt far um það
að spyrja nemendur mína, bæði þá, er vel hefur sótzt
stafsetningarnám, og hina, er verr hefur gengið, hvernig
lestrarnámi þeirra hafi verið háttað. Ég hef engar sam-
svaranir fundið milli aðferðarinnar við lestrarnámið og
stafsetningarfærninnar. Ég hef bæði haft góða og lélega
stafsetningarnemendur, sem lært hafa að lesa bæði með
eldri og nýrri aðferð. Allt um það vil ég ekki fullyrða
neitt um þetta, en vil aðeins benda á, að hér er eitt efni,
sem rannsaka þarf.
Fjórða atriðið, sem ég vildi víkja að, er samband skrift-
arfærni og stafsetningargetu. Ég hef grun um það, að
stundum sé allnáið samband milli þessa tvenns, þ. e. að
getuleysi í skrift hafi það stundum í för með sér, að staf-
setningargetan verði einnig lítil, þótt námshæfni standi að
öðru leyti á háu stigi. Mér skilst, að mjög sé erfitt að lag-
færa skrift þeirra, er illa gengur í þeim efnum, en er ekki
á einhvern hátt hægt að koma í veg fyrir það, að staf-
setningarfærnin verði einnig lítil? Væri t. d. ekki hægt
að venja slíka nemendur við að rita heldur á ritvél? Mér
hefur sagt maður, sem stundað hefur nám í Ameríku, að
við skóla, sem hann lærði, hafi verið talið, að stafsetningar-
villur nemendaanna yrðu færri á ritvél en ef þeir hand-