Menntamál - 01.10.1950, Síða 51
MENNTAMÁL
193
kennaraskóla), ályktar þingið að visa þessu máli til sambandsstjórnar-
innar.
II.
Frá Ingimundi Ólafssyni:
11. fulltrúaþing S.Í.B. haldið f Reykjavik 20.-24. júní 1950 telur
að nauðsynlegt sé að auka handavinnunám í fslenzkum barnaskólum
að miklum mun. Því leggur þingið til, að við samningu nýju náms-
skrárinnar verði eftirfarandi stundafjöldi í handavinnu barna viku-
lega t. d. þannig:
Fyrir 9 ára, 10 ára og 11 ára verði 4 stundir, en hjá 12 ára 6 stundir.
Þó lcggur þingið áherzlu á ,að vikulegur kennslustundafjöldi barn-
anna verði ekki aukinn frá þvf sem nú er, eða skólatíminn lengdur á
annan hátt, heldur verði þessi aukni stundafjöldi tekinn af bóklegu
námi barnanna.
Viðaukatillaga frá Hannesi ]. Magnússyni:
Þingið lýsir sig samþykkt þeirri stefnu, sem fram kemur í tillögu
Ingimundar Ólafssonar, en vísar málinu að öðru leyti til skólaráðs
barnaskólanna.
III.
Frá Sambandi norðlenzkra barnakennara:
11. fulltrúaþing S.Í.B. lítur svo á, að kennsla með vinnubókasniði,
að vissu marki, sé mjög æskileg og telur að vinna beri að því sem fyrst,
að hægt sé að framkvæma hana a. m. k. að einhverju leyti i öllum
barna- og unglingaskólum landsins.
Til þess að ná því takmarki, telur þingið meginnauðsyn, að samtök
kennara í lieild sameinist um ákveðinn útgáfugrundvöll, og samþykk-
ir að kjósa 5 manna nefnd í þetta mál og skili hún áliti fyrir næstu
áramót. Nefndin leiti fyrirgreiðslu og hafi nána samvinnu við fræðslu-
fulltrúa Reykjavikur og fræðslumálastjóra.
í Vinnubókanefnd voru kosnir:
Jón Sigurðsson, skólastjóri í Reykjavik, Jón Þórðarson, kennari í
Reykjavík, Guðmundur Pálsson, kennari í Reykjavfk, Sigurður Gunn-
arsson, skólastjóri á Húsavík og Eiríkur Stefánsson, kennari á Akur-
eyri.
IV.
Frá Hlöðver Sigurðssyni:
Þingið felur sambandsstjórn að taka til athugunar og afgreiðslu
óskir Félags harnakennara á Siglufirði um að Siglufjörður verði sér-
stakt kjörsvæði.