Menntamál - 01.10.1950, Síða 21
MENNTAMÁL
163
Að fenginni slíkri rannsókn ætti síðan að gera tillögur, sem
miðuðu að því að ráða bót á því öngþveiti, er ríkir í staf-
setningarmálunum. Mér er það ljóst, að mjög mörgu þarf
að breyta, bæði stafsetningunni sjálfri og kennslutilhögun,
en engan veginn tel ég það til bóta að flana að breytingum.
Ég hef enga trú á breytingum, sem ekki styðjast við ná-
kvæma rannsókn og eru þaulhugsaðar, því að flan er ekki
til fagnaðar eins og málshátturinn segir. Til þess að geta
læknað meinsemdina verðum við fyrst að gagnþekkja eðli
hennar.
Ég minntist á það snemma í erindi mínu, að nokkuð
virtist brydda á þeirri skoðun, að stafsetningarkennsla
hefði lítið gildi. Björn Guðfinnsson getur þess einnig í fyrr-
greindu erindi sínu, að almenningsálitið sé andvígt núver-
andi stafsetningu. Eflaust er mikið til í því, en ég hygg,
að andúðin á stafsetningunni eigi sér dýpri rætur. Ég er
sannfærður um það, að miklar óánægjuraddir myndu heyr-
ast, þó að stafsetningunni yrði breytt, og hún gerð léttari.
óbeint á þó núgildandi stafsetning nokkra sök á þessari
andúð. Á ég þar við, að andúðin á stafsetningunni verður
því meiri, því minni sem árangurinn verður af stafsetning-
arkennslunni. En þetta verður að breytast. Það er ekki
mikil von til þess, að góður árangur fáist, ef nemendur og
vandamenn þeirra eru fyrir fram andvígir námsgreininni.
Enginn verður góður í stafsetningu.nemahannhafiáhugaá
því að verða það. Mönnum verður að skiljast gildi stafsetn-
ingarinnar. En hvert er þá þetta gildi ? Gildi stafsetningar
er svipaðs eðlis og gildi málsins yfirleitt. Ef engar reglur
giltu um stafsetningu, mundu menn eiga miklu erfiðara um
að skilja ritað mál. Þetta liggur svo í augum uppi, að ekki
ætti að vera þörf á að rökræða það, enda hygg ég, að eng-
inn málsmetandi maður véfengi þörfina á því, að stafsetn-
ingin sé samræmd, því að öllum er ljóst gildi þess, að hver
skilji ritmál annars. Gildi stafsetningar er því framar
öllu hagnýtt. Nú er mikið rætt um það, að skriffinnskan