Menntamál - 01.10.1950, Síða 37
MENNTAMÁL
179
Svo sem hljóðgreiningin ber með sér, eru tekin dæmi
um hv á undan öllum sérhljóðum, sem á eftir því geta far-
ið í nútíðaríslenzku. Oftast stendur hv í algerri framstöðu,
en stundum lendir það þó inni í orði sakir samsetningar
(mjallávítur o. s. frv.) Innstöðudæmin höfðu sérstakan
tilgang, sem hér er ekki rúm til að skýra.
Texta þennan notaði ég við athugun á framburði 28
blendingshljóðhafa: barna á aldrinum 10—13 ára. Las
hver hljóðhafi textann einu sinni, en ég merkti jafnóðum
við framburð á hverju áv-orði: hvort hann var hv eða kv.
Alls eru /iv-dæmin í textanum 48. Möguleikarnir til hv-
framburðar verða því samtals hjá öllum hljóðhöfunum
1344 (þ. e. 48X28). [xw]-möguleikarnir á undan [i] eru
168 (þ. e. 6x28) og jafnmargir á undan hverju eftir-
greindra sérhljóða: [i, e, ö, a, o], — en annars 84 (þ. e.
3X28) á undan hverju hinna sérhljóðanna: [y, ei, ai, au].
Heildarniðurstöður þessara athugana urðu sem hér
segir: Borið var fram hv [xw] á undan
'
[i] í 38% dæmanna
[i] - 34%
[e] - 36%
[y] - 54%
[ö] - 43%
[a] - 33%
[d] - 59%
[ei] - 39%
[ai] - 43%
[au]- 62% „
Yfirlit þetta sýnir, að breytingin hv > kv fer minnkandi
á undan sérhljóðum í þeirri röð, er hér greinir:
fa] — W — H — [i] — [ei] — — M — H — [au].
Aðaldrættir þróunarinnar virðast þá vera þessir: Hv