Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 27
MENNTAMÁL
169
fljótt. Ég tel, að þau börn, sem þennan hæfileika hafa,
eigi að fá að njóta hans, án þess að það sé gert á kostnað
annarra barna, ef svo má að orði kveða. Með fastri deilda-
skiptingu, eins og nú tíðkast, hlýtur annaðhvort svo að
fara, að betri börnin fá ekki að njóta hæfileika sinna, eða
lakari börnunum er ofþjakað, og er hvorugur kosturinn
góður.
Þá er ég kominn að óbeinu kennslunni, sem ég hef að
vísu vikið allmikið að áður. Eins og ég hef áður tekið fram,
er eitt mikilsverðasta atriðið, að kennaranum sé ljóst,
hvað veldur því, að nemandanum sækist illa stafsetningar-
nám. Hin óbeina kennsla á að vera fólgin í því að bæta
þessa meinsemd. Ef kennarinn til dæmis kemst að því, að
nemandi getur ekki lært að stafsetja, vegna þess að hann
er ekki fyllilega læs, verður hann að leggja sig fram um að
bæta lestrarkunnáttu hans. Ef eitthvað annað háir nem-
andanum, verður að gefa því gaum. Einnig er nauðsynlegt,
að kennarinn hvetji nemendur til þess að beina athyglinni
að stafsetningunni oftar en í þeim kennslustundum einum,
sem ætlaðar eru þessari námsgrein, þeir verði að vanda
hana á öllu, sem þeir skrifa.
Að lokum þakka ég öllum, er hlýtt hafa, og vona, að þess-
ar hugleiðingar mínar geti orðið þeim að umhugsunar-
efni.
ATHUGASEMD.
Greinarhöf. er beðinn velvirðingar á því, að í grein hans er sett hef og
liefur, þótt í handriti hafi staðið hefi og hefir. Stafar það af ofríki prent-
verksins. Hefur undirritaöur einnig orðið að þola það ofríki fyrir sitt leyti,
þar sem hann er ofurseldur sömu sérvizkunni að viðhalda enn þessum
rithætti. Undirritaður hefur umborið þetta með léttu geði, þar sem sam-
vinna öll við prentsmiðjuna hefur að öðru leyti verið mjög svo ánægjuleg.
Ritstj.