Menntamál - 01.10.1950, Síða 15

Menntamál - 01.10.1950, Síða 15
MENNTAMÁL 157 fullnustu þá örðugleika, sem við er að fást við stafsetning- arnámið. Mér er ekki grunlaust um það, að þessu atriði sé ekki nægilegur gaumur gefinn í þeirri skólamenntun, sem barnakennarar hljóta. Þetta er ekki sagt í því skyni að ásaka neinn. Kennaraskólinn hefur verið mjög heppinn með íslenzkukennara. Og það er fjarri mér að vilja kasta nokkurri rýrð á starf þeirra mætu manna. Miklu fremur undrast ég, hve mikill árangur hefur orðið af starfi þeirra. En það, sem ég vildi alveg sérstaklega benda á, er, að ís- lenzkunáminu hefur verið og er ætlaður alltof lítill tími, því að íslenzkunámið er, eins og áður er sagt, aðalatriði barnafræðslunnar. Þess vegna er það höfuðnauðsyn, að kennararnir séu vel að sér í móðurmálinu. En til þess að kenna íslenzka stafsetningu er ekki aðeins nauðsynleg kunnátta í íslenzku. Meira þarf til. Á ég þar sérstaklega við, að óhjákvæmilegt er kennaranum að þekkja vel til þess, hver vinnubrögð eru vænlegust til ár- angurs. Ég minntist þess í upphafi erindis míns, að ég hefði engar stafsetningarreglur kunnað, er ég hóf kennslu- starf. Ég varð að hefja nám. Ég óska engum kennara þess að þurfa að gera slíkt. Mér var einnig að öðru leyti óljóst, hvernig hagkvæmast myndi að haga verkum við þetta starf. Ég varð að prófa mig áfram. Þetta var síður en svo góður undirbúningur undir jafnábyrgðarmikið starf og það, er ég tókst á hendur. Ég þykist vita, að margir barna- kennarar hafi svipaða reynslu. En slíkt eins og þetta á ekki að koma fyrir. Undirbúningurinn undir starfið á vitanlega að vera svo góður, að kennarinn viti nákvæm- lega, hvað gera skal, þegar hann hefur kennslu. En mjög skortir á, að þessu sé nú þann veg háttað. Á því er auðvitað hin mesta nauðsyn, að þessu verði sem allra fyrst kippt í lag og menntun kennara í móðurmálinu yfirleitt aukin að mun. Vel má vera, að allmikið megi af því læra, að því er tekur til starfsaðferða, að kynna sér, hvernig háttað er stafsetn- ingarkennslu í nágrannalöndum okkar, því að auðvitað

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.