Menntamál - 01.10.1950, Síða 45

Menntamál - 01.10.1950, Síða 45
MENNTAMÁL 187 2. l'rxðslulögin nýju. 3. Handavinnuefni og skólavörur 4. Ymis önnur mál, er snertu kennarasamtökin og skólastarfið. Þessar voru lielztu samþykktir: 1. Skorað á næsta fullarúaþing S.í.15. að beita sér fyrir samvinnu kennara sem víðast af landinu um útgáfu vinnublaða eða band- bókar til notkunar fyrir börn við vinnubókagerð. 2. Skorað á yfirstjórn gjaldeyrismálanna að veita nægan gjaldeyri til kaupa á skólavörum og skipta lionum réttlátlega niður. 3. Skorað á námsstjórann að beita sér fyrir því við fræðslumála- stjórnina, að komið verði upp sérstakri skólavöruverzlun, einni eða fleiri. 4. Varað við framkvæmd nýju fræðslulaganna, þar sem cngin skilyrði væru til verknáms. 5. Skorað á Alþingi og ríkisstjórn að hraða byggingu nýs kennara- skóla, og sé að því stefnt, að hann verði fullgjör eigi síðar en 1957. 6. Áskorun til allra ábyrgra þjóðfélagsþegna um að beita sér ötul- lega fyrir skógrækt og lýst ánægju yfir þeirri nýbreytni Kennara- skólans, sem liófst í vor, að hafa námskeið í skógrækt fyrir kennara- efni. 7. Ályklun um bindindismál. Taldi fundurinn, að vaxandi nautn áfengis og tóbaks í landinu væri öllum bugsandi mönnum áhyggju- efni og skoraði á kennara og alla uppalendur að vinna gegn lienni. í lok fundarins var kosin ný stjórn fyrir sambandið. Fráfarandi stjórn skipuðu kennarar af Akureyri, ]rau Eiríkur Sigurðsson, Eiríkur Stefánsson og Júdit Jónbjörnsdóttir. Nú var stjórnin kosin úr l>ing- eyjarsýslu. Hlutu kosningu: Sigurður Gunnarsson skólastjóri og Jóhannes Guðmundsson kennari í Húsavík og Þórgnýr Guðmundsson kennari í Aðaldal. Einn daginn fóru mótsgestir skemmtiferð fram um Eyjafjörð. Var komið við á nokkrum merkum stöðum, svo sem Laugalandi, Munka- þverá, Möðruvöllum, Saurbæ og Grund, en ferðinni lauk með því, að ekið var að hinu nýreista barnaheimili, Pálmholti, sem stendur skammt ofan við Akureyri. Til þess að gera aðkomukennurum auðveldara að taka þátt í mótinu, var höfð heimavist og mötuneyti í Barnaskólanum, þar sem mótið var haldið. Síðasti dagur mótsins var laugardagurinn 10. júnf. Eftir kvöldverð komu mótsgestir saman á kvöldvöku. Stjórnaði henni Orn Snorrason kennari. Var þar margt til skemmtunar, svo sem upplestur, söngur o. fl. Að henni lokinni settust menn að kaffidrykkju, alls um 60 manns. Voru þar fluttar margar ræður.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.