Menntamál - 01.10.1950, Síða 38
180
MENNTAMÁL
varðveitist lengur á undan kringdu wp'pmæltu sérhljóðun-
um en gleiðu frammæltu sérhljóðunum og [a] (en það er
í íslenzku um það bil „neutralt“ a). í milliflokki er hv á
undan kringdu frammæltu sérhljóðunum aftari — og [ai]
(hvernig sem á því stendur).
Aðalmunurinn kemur skýrt í ljós við eftirfarandi saman-
burð: Varðveizla hv á undan 1) gleiðu frammæltu sér-
hljóðunum [i, e, i, ei] um 37°/o dæmanna, 2) kringdu upp-
mæltu sérhljóðunum [o, au] um 61% dæmanna.
Munurinn er svo mikill, að naumast er hugsanlegt, að
um tilviljun sé að ræða, enda er þessi þróun engan veginn
óeðlileg frá hljóðfræðilegu sjónarmiði. Ýmsar athuganir,
sem ég hef gert, síðan þessi rannsókn fór fram, styrkja
og þessar niðurstöður.
En með þessu er gátan þó ekki fullráðin. Önnur atriði
hafa einnig áhrif á þróunina og geta þá stundum ruglað
þessa „reglu“. Þannig er mér nú t. d. ljóst — af öðrum at-
hugunum —, að ákveðin orð geta haft sérstöðu í sam-
bandi við breytinguna hv > kv án beins tillits til þess,
hvaða sérhljóð fara á eftir hv. Á þetta einkum við spurn-
arorðin — að minnsta kosti sum þeirra: hvað, hvar, hvem-
ig (hvurnig), hver (hvur), hvert (hvurt). Mest virðist
bera á þessu, þegar þau eru áherzlulaus.
Til gamans má geta þess hér, að tvö elztu dæmin, sem
fundizt hafa í íslenzku um breytinguna hv > kv og örugg
(sbr. Jón Helgason: Anmálan etc. í Arkiv f. nord. filologi
XLIII., 92. bls.) eru talin, koma einmitt fyrir í spurnar-
orðum: hvar [k1,va:r] hjá Sigurði Péturssyni (1759-1827),
sjá Ljóðmæli, 225. bls., og hvört [kllvört11] hjá Benedikt
Gröndal (1760—1825), sjá Kvæði, 110. bls.
Sjálfsagt koma ýmis fleiri atriði til greina í sambandi
við breytinguna hv > lcv. En hvað um það. Skyldi vera of
djarft að geta þess til, að hún hafi byrjað í spurnarorðum,
sem höfðu gleitt frammælt sérhljóð eða [a] á eftir hv?