Menntamál


Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 23

Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 23
MENNTAMÁL 165 stafsetningarorðabækur. En til þess að geta haft full not slíkra hjálpargagna þarf allvíðtæka þekkingu. Til þess að menn verði hlutgengir í stafsetningu, þarf kennslan að vera fólgin í tvennu. I fyrsta lagi þurfa menn að læra atriði, sem eiga við mörg orð í senn. Sérstak- lega er hér átt við ýmislegt, er varðar endingar orða. Undir þetta heyra t. d. reglur um n í endingum orða, z-reglur og margt fleira. f öðru lagi heyra undir þetta ýmis önnur atriði, t. d. hvenær rita skal j á eftir ý og æ, hvernig háttað er rithætti á undan ng og nk, hvenær rita skal stóran upphafsstaf og hvenær lítinn. Og margt fleira mætti tína hér til, en cg veit, að þess gerist ekki þörf, því að menn vita, við hvað ég á. Hitt atriðið, sem ekki má gleyma við stafsetningarkennslu, er það, að tiltekin orð eru svo algeng í málinu, að hver, sem vill öðlast sæmilegan hraða við ritstörf, verður að vita örugglega, hvernig þau á að rita. Ef menn hafa til að bera þetta tvennt: Full- komið öryggi um það, sem sameiginlega gildir um mörg orð, og fullkomið öryggi um, hvernig rita á allmörg algeng, vandrituð orð, ætti mönnum að vera borgið, ef þeir hafa jafnframt gert sér ljóst, að þeir verða að leita til hjálpar- gagna, ef þekkingu þeirra þrýtur. Ég er svo sannfærður um það, að skólunum beri skylda til þess að kenna nem- endum sínum að nota hjálpargögn, að ég myndi leyfa nem- endum mínum að nota orðabækur við prófritgerðir, ef það væri leyfilegt. Ég lít svo á, að skólunum beri að búa nem- endur sína undir lífið og reyna að gera það við sem svip- uðust skilyrði þeim, sem ætla má, að þeir eigi síðar við að búa. En hvað gerir maður, sem vill skrifa rétt og hef- ur þá menningu til að bera, að hann veit, að hann kann ekki að skrifa öll íslenzk orð. Hann notar hjálpargögn. Hann flettir upp og athugar, hvernig rita á orðið. Það er einmitt þetta, sem við eigum að venja nemendur okkar á. Og nú get ég svarað spurningunni, sem ég varpaði fram áðan. Það er hægt að kenna meðalgreindum íslenzkum

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.