Menntamál - 01.10.1950, Side 8
150
MENNTAMÁL
táknum, málhljóðunum, í sýnileg tákn, stafina. Stafsetn-
ing allra tungumála er ófullkomin að því leyti, að hún er
ónákvæm, þ. e. hún er að meira eða minna leyti í ósam-
ræmi við framburðinn. Þessu er auðvitað vandalítið að
breyta. Það er ósköp einfalt mál að lögbjóða að taka upp
fullkomið hljóðritunarkerfi, er sýni framburð nákvæmlega.
En ég hygg, að þetta sjónarmið eigi ekki marga formæl-
endur, enda má færa fram gegn því veigamikil rök. Slík
„stafsetning", hygg ég, mundi krefjast miklu meiri ná-
kvæmni af nemendunum en nú er gert og meiri nákvæmni-
hæfileika en þeir hafa yfirleitt til að bera, skarpari heyrn-
ar og meiri námsgetu en allur obbinn af íslenzku náms-
fólki er gæddur. Auk þess væri breyting af þessu tæi svo
mikil bylting, að hún gerði á skömmum tíma ónothæfar
allar eldri bókaútgáfur, nema nemendum væri jafnframt
gert að skyldu að læra eldri stafsetningu. Þessi breyting
kemur því ekki til mála, að minnsta kosti ekki í nánustu
framtíð.
Ég hygg, að það sé alveg nauðsynlegt fyrir stafsetning-
arkennara að hafa til að bera staðgóða þekkingu á íslenzkri
málsögu og málfræði almennt. Ég tel ekki aðeins nauðsyn-
legt fyrir þá að bera skyn á það, hvernig rita eigi einstök
orð, heldur á hljóðfræði nútímamálsins og sögulegri hljóð-
fræði íslenzkunnar. Að öðrum kosti skilur hann ekki til
hlítar þau viðfangsefni, sem við er að glíma. Islenzk staf-
setning, eins og hún er nú úr garði gerð, á rætur langt aftur
í öldum. Hún er að verulegu leyti miðuð við framburð ís-
lenzks máls á 12. og 13. öld, en fremur lítil hliðsjón höfð
af þeim breytingum, er síðar hafa orðið. Þegar íslenzkt
orð er stafsett, er starfið því oft og tíðum ekki fyrst og
fremst fólgið í því að gera heyranleg tákn nútíðarmáls
sýnileg, heldur heyranleg tákn fornmáls, þ. e. starfið er
í rauninni fólgið í því að endurgera orðmyndirnar, sýna,
hvernig orðin hafi verið borin fram á 12. eða 13. öld. Þetta
á við, svo að einfalt dæmi sé tekið, um y og z. En svipað