Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 57
MENNTAMÁL
199
Fundur kl. 2 e. h. Tillaga frá nániskrárnefnd:
„Ut af ummælum lækna um ofþreytu nemenda á gagnfræðastiginu
vill fundur lramhaldsskólast jóra lýsa yfir þeirri skoffun, aff vinnutími
13-17 ára unglinga, sem skóla sækja, megi ckki vera lengri en 40-45 st.
á viku aff meðtalinni heimavinnu. Ættu skólarnir aff hafa þetta fyrir
augum viff samningu stundaskrár, þó þannig aff tekiff sé tillit til mis-
munandi heimavinnu eftir námsgreinum, svo og þess aðstöffumunar,
sem er í heimavistar- og heimangönguskólum." Samþ. meff samhlj. atkv.
I’á voru tckin fyrir álit undirnefndar námsskrárnefndar varffandi
námsefni í einstiikum greinum. Voru samþykktar ýmsar minni háttar
breytingar viff „Drög að námsskrá fyrir gagnfræffaskóla."
Menntun kennara. í því máli voru samþykktar tvær tillögur:
„Fundur skólastjóra gagnfræffastigsins haldinn aff Eiffum 17.-19. júlí
1950 óskar eftir því, að á vegum fræðslumálastjórnarinnar verffi haldin
námskeiff fyrir kennara, sem starfa viff þá skóla."
„Fundur skólastjóra framhaldsskóla skorar eindregiff á fræffslumála-
stjórn, aff lög um æfinga- og tilraunaskóla og enn fremur lög um
kennslustofnun í uppeldisvísindum verffi framkvæmd hiff allra fyrsta."
Forréttindi islenzkufrœðinga. í jrví máli var gcrff eftirfarandi álykt-
un:
„Fundurinn er í meginatriffum samþykkur skoðunum þeim, er fram
koma í bréfi fræffslumálastjóra til menntamálaráðuneytisins, dagsettu
11. apr. 1950 víffvíkjandi frumvarpinu. Til viffbótar og áréttingar
jjví er í bréfimt greinir, vill fundurinn taka fram:
1. Ákvæðin um sérstakt próf í uppeldis- og kennslufræðum nái ekki
til jreirra meistara og kandidata í íslenzkum fræffum frá Háskóla
íslands, sem eru fastir kennarar viff sk(')la effa hlotiff hafa full-
nægjandi reynslu í kennarastarfi aff dömi fræffslumálastjórnar
og lilutaffeigandi skólastjóra, áffur en frumvarpiff verffttr aff lögum.
2. Fundurinn telur höfuffnauffsyn, aff B. A,- prófum í Háskóla ís-
lands verffi komið í jrað horf, er fullnægi þörfum unglinga- og
miðskóla meffal annars með jrví, aff þau taki til æfingakennslu og
og uppeldisfræði, enda sé ekki unnt aff mæla meff forgangsrétti,
slíkum sem um ræffir í frumvarpinu, j)eim lil lianda, er B. A.-
prófi hafa lokiff, fyrr en þaff hefur verið gert."
Landspróf. Bjarni Vilhjálmsson, form. landsprófsnefndar, gaf skýrslu
um landspróf 1950. Tillaga kom fram um aff fella niður landspróf í
öffrum greinum en íslenzku, erlendum málum, stærfffra'ffi og efflisfræði
og ennfremur, aff ísl. bókmenntasaga verffi ekki tekin til prófs. Brevt
ingartill. viff þcssa tillögu kom fram þess efnis: aff athugaffir verffi
möguleikar á því aff gera landspróf í öffrum greinum þannig úr garffi,
aff kennarar þessara greina gagnfræffaskólanna liafi frjálsari hendur