Menntamál


Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 13

Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 13
MENNTAMAL 155 ir um það, hvað sé sannleikur. Saga orðanna er oft og tíð- um ókunn eða lítt kunn, og þá geta menn í eyðurnar, og geta þær tilgátur stuðzt við meiri eða minni rök. Mér virð- ist það neðan við allar hellur að fyrirskipa mönnum, að þeir skuli taka eina tilgátuna fram yfir aðra. Auk þess er það hreinn misskilningur, að þetta geri stafsetninguna erfiðari. Ef fræðimenn greinir á og kennarinn telur sig ekki þess umkominn að gera upp á milli skoðana þeirra, á hann að segja nemendum sínum, að það skipti ekki máli, hvorn ritháttinn þeir noti, eini vandinn sé að vera sjálfum sér samkvæmur. Hið sama á við um notkun mismunandi orðmynda. Það er til dæmis ekki með nokkrum rétti hægt að segja, að orðmyndin hef sé rétt og orðmyndin hefi röng eða hið gagnstæða. Hins vegar kann ég illa við, ef menn nota þessar orðmyndir á víxl í riti, nema t. d. ef rím krefst þess í skáldskap. En það er eins og menn vanti umburðar- lyndi í þessum málum. , Ég hef hér að framan viljað gera ljósa þá örðugleika við stafsetningarnámið, sem stafa frá námsefninu sjálfu. En ég vil biðja menn að minnast þess, að ég hef farið fljótt yfir sögu og aðeins drepið á höfuðatriði. Margt fleira mætti til tína, en þess er ekki kostur að þessu sinni. , Niðurstaða mín er í aðalatriðum sú, að námsefnið sé of þungt fyrir mikinn fjölda nemendanna, og þó að segja megi, að nokkur ávinningur sé að því að miða stafsetn- inguna svo mjög við upprunann, aðallega vegna þess að þá læra menn þó nokkuð í málsögu jafnframt stafsetningar- riáminu, þá hygg ég, að eipsætt sé að breyta um stefnu, þ. e. færa stafsetninguna nær nútímaframburði með sérstakri hliðsjón af því, hvort breytingarnar gera stafsetninguna auðveldari til náms og þá jafnframt til kennslu. Þá er ég kominn að öðru atriði þessa máls, þ. e. kennar- anum. Þó að ég sé sannfærður um það, að margt megi kenna því, hve stafsetningin er þung, hygg ég þó, að okkur kennurunum sé hollara að líta í eigin barm og spyrja sjálfa

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.