Menntamál - 01.10.1950, Side 20
162
MENNTAMÁL
skrifuðu. Gæti ekki verið nógu skemmtilegt að gera ein-
hverja slíka tilraun? Ég er sannfærður um það, að slík
tilraun bæri árangur. Þeir, sem erfitt eiga með skrift,
leggja geysimikla orku í að skrifa, og sú orka er að nokkru
leyti tekin frá stafsetningunni, því að andleg orka hvers
manns er takmörkuð.
Nokkur fleiri atriði, sem ég hef veitt athygli við staf-
setningarkennslu, langar mig til að ræða um, þó að segja
megi, að þau hafi ekki eins hagnýtt gildi. Hæfileikinn til
þess að læra stafsetningu og hæfileikinn til þess að læra
erlend mál fara jafnan saman. Hins vegar kemur það
ósjaldan fyrir, að nemendur, sem eiga létt um að læra
hinar flóknustu málfræðireglur og jafnvel kunna marg-
brotnar stafsetningarreglur, eiga erfitt um að stafsetja
rétt. En ef slíkir menn leggja sig fram við stafsetningar-
námið, verða þeir yfirleitt öruggir með tímanum. Gæti ég
nefnt mörg dæmi um þetta. Mjög oft fer það saman, að
menn eiga létt um stærðfræðinám, en erfitt um stafsetn-
ingarnám og þá jafnframt tungumálanám. Og mér virðist
það einnig ekki svo ótítt, að almenn dómgreind nemenda
standi á allháu stigi, þó að stafsetning þeirra sé hin bág-
bornasta. Einnig getur lítil færni í stafsetningu, en góð tök
á meðferð móðurmálsins að öðru leyti farið saman. Ég hef
kennt mörgum góðum stílistum, sem áttu furðuerfitt um
að stafsetja rétt.
Ég vildi nú gera að tillögu minni, að íslenzkir barna-
kennarar hefðu forgöngu um það, að stafsetningarmálin
yrðu tekin til rækilegrar rannsóknar. Þeir ættu að beita
sér fyrir því við fræðslumálastjórnina, að hún réði til
þess færa menn að rannsaka gaumgæfilega, hvernig staf-
setningarmálunum er háttað í skólum landsins og hverjar
leiðir eru til úrbóta. Á ég þá við, að það verði gert á eitt-
hvað svipuðum grundvelli og ég hef rætt hér að framan.
Ég er sannfærður um það, að mikið má á slíkri rannsókn
græða, ef hún er gerð af samvizkusemi og skynsamlegu viti.