Menntamál


Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 14

Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 14
156 MENNTAMÁL okkur, hvort hinn lélegi árangur af starfi okkar sé ekki að nokkru leyti okkur að kenna. Ég velkist ekki í vafa um það, að okkar er að verulegu leyti sökin. Ég hygg, að menntun kennara sé ábótavant í móðurmálinu. Mér er það Ijóst, að þetta er ekki nema að nokkru leyti sjálfum þeim að kenna. Þeir hafa margir hverjir haft aðdáunarverðan áhuga á því að menntast betur. Þjóðfélagið og almennings- álitið á hér mikla sök. Fólk hyggur almennt, að til þess þurfi ekki mikla menntun að kenna krökkum, en allir, sem eitthvað hafa kynnt sér það mál, vita, að það er hinn herfi- legasti misskilningur. Barnakennari þarf bæði að hafa alhliða menntun, en jafnframt alveg sérstaklega staðgóða þekkingu á móðurmálinu. Til þess liggja þau augljósu rök, að öll kennsla í barnaskólum er jafnframt kennsla í notkun móðurmálsins. Á þeim árum, sem börnin dveljast innan veggja barnaskólans, mótast að miklu leyti málfar þeirra, og því má aldrei gleyma, að málið er tækið, sem við notum til þess að hugsa með. Góð þekking á tækinu ætti að hafa í för með sér betri árangur. Annan misskilning á kennslu- störfum langar mig einnig til þess að minnast á. Margir ætla, að kennara sé nægilegt að vita aðeins það, sem hann á að kenna. Ég hef sjálfur persónulega reynslu af því, að þetta er mjög óvænlegt til góðs árangurs. Kennarinn þarf að vita langt út fyrir það, sem hann kennir. Það gerir hann frjálsari gagnvart viðfangsefninu, og þetta gefur honum tækifæri til að velja fremur úr innan þeirrar fræðigreinar, sem hann kennir, auk þess sem myndugleiki hans eykst. Kennara er einnig nauðsynlegt að læra alltaf meira og meira. Ef hann bætir ekki við þekkingu sína, minnkar hún, og kennslan verður leiðinleg. Kennaranum fer sjálfum að leiðast starfið, og þá er voðinn vís, því að nemendurnir finna það fljótt og verða einnig leiðir. Ég þykist áður hafa gert nokkra grein fyrir því, að stafsetningarkennara sé nauðsynlegt að hafa til að bera allmikla þekkingu á íslenzkri málsögu til þess að skilja til

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.