Menntamál - 01.10.1950, Side 5
MENNTAMÁL
147
það, hvar rita skyldi eitt n og hvar tvö. Gekk hann að þessu
með þeim einstaka áhuga og þeirri makalausu elju, sem
honum einum var lagin. Skólameistarinn gekk bókstaf-
lega berserksgang, er hann reyndi að kenna okkur þetta.
Ég minnist þess sérstaklega, að hann vitnaði tíðum til
Þorsteins Erlingssonar, er þetta atriði var til umræðu,
eins og til þess að herða á orðum sínum og sýna, að hér
væri ekki á döfinni einhver sérvizka úr honum, heldur
hefðu fleiri merkir menn glímt við hið sama og haft
áhuga á því. En ég verð að játa það hér, þótt ef til vill sé
skömm frá að segja, að mér fannst, að mér kæmi þetta
mál ekki við. Ég hafði að vísu mjög gaman að því, hve
skólameistaranum var hugleikið, að við, nemendur hans,
vissum skyn á torlærðum reglum hans, en ég hugsaði ávallt
sem svo, að ég legði það ekki á mig að læra þetta, þeir,
sem gerðu villur af þessu tæi, ættu að gera það, en ég væri
hér undanþeginn, þar sem slíkt henti mig aldrei. Heilbrigð-
ir þurfa ekki læknis við, hugsaði ég. Oft hef ég hugleitt
þetta síðan, og alltaf hef ég komizt að þeirri niðurstöðu,
að í rauninni hafi ég haft rétt fyrir mér. Nemandi, sem
ekki gerir n-villur, á ekki að læra n-reglur, vegna þess
að reglurnar eru til þess, að nemandinn læri, hvar rita
skuli eitt n og hvar tvö, en þær hafa ekkert gildi í sjálfum
sér. Þær hafa aðeins hagnýtt gildi, en eru á engan hátt
menntandi, eða að minnsta kosti er hægt að finna margt
annað ,sem miklu fremur er menntandi að læra. Samt iðr-
aði mig þessa síðar, en því ollu alveg sérstakar aðstæður,
sem ekki eiga við alla. Ég gerðist íslenzkukennari, og þá
komst ég í kast við fjöldann allan af nemendum, sem ekki
höfðu átt því láni að fagna að njóta í bernsku tilsagnar
slíks kennara sem Hans Einarssonar og þurftu á reglunum
að halda. Og þá öfundaði ég þá, sem kunnu reglur skóla-
meistarans. Þegar þetta gerðist, kunni ég að vísu íslenzka
stafsetningu til nokkurrar hlítar, en ég kunni engar staf-
setningarreglur. Og þá varð ég að byrja að læra þær.