Menntamál - 01.10.1950, Síða 18
160
MENNTAMÁL
heyrnargallar hafa háð nemendum við stafsetningarnám.
Ég gæti sagt ljótar sögur um það, hvernig sjóngallar hafa
háð mönnum í þessum efnum, án þess að því hafi verið
veitt eftirtekt. Um þetta atriði liggur í augum uppi, hvað
gera þarf. Athuganir á sjón og heyrn barna í skólum
landsins þarf að auka og gera vandamönnum viðvart, ef
aðgerða er þörf. Enn fremur þarf eftirlit með því, hvar
nemendur sitja í kennslustofunni, að aukast. Þetta atriði
er mjög mikilsvert, og ég veit, að því er alltof lítill gaumur
gefinn. Skyngallar eru mikið böl, og skylt er að draga úr
afleiðingum þeirra, eins og unnt er.
Þriðja atriðið, sem ég vildi sérstaklega ræða, er samband
lestrarkunnáttu og stafsetningarfærni. Ég hef lengi veitt
því eftirtekt, að það er mjög títt meðal þeirra nemenda
minna, sem illa gengur að læra stafsetningu, að lestrarfærni
þeirra er á einhvern hátt ábótavant. Hef ég oft bent þeim
á þetta, og jafnan hefur það borið einhvern árangur. Lestr-
arkennslan er hvort tveggja í senn: mikilsverðasta atriði
og mesta vandamál barnafræðslunnar. Ætlunin er, að öll
íslenzk börn verði læs, en það er mjög misjafnt, hvern
skilning menn leggja í orðið læs. Ég geri mjög strangar
kröfur í þeim efnum. Ég tel unglinga, sem hefja mennta-
skólanám, ekki læsa, þótt þeir lesi algerlega rétt, ef þeir
hafa ekki til að bera allmikla leikni, þ. e. hafa náð nokkrum,
hraða, um það bil 300 atkvæðum á mínútu. Ég hygg, að
það hái mönnum við nám, ef þeir hafa ekki náð þessari
færni. En það skiptir engu síður máli, að lesið sé rétt. Ég
tel menn ekki læsa, þó að þeir geti lesið hratt, ef þeir lesa
meira og minna vitlaust. Réttur lestur og hraður lestur
verða að haldast í hendur. Ef til vill geri ég of miklar
kröfur, en þá væri gaman að fá úr því skorið með rann-
sókn. Það ætti að gera víðtækar rannsóknir, sem leiddu
í ljós samsvaranir milli lestrarfærni og stafsetningargetu.
Ég er í engum vafa um það, að mikið samband er á milli
þessa, en ég vildi gjarna, að það yrði rannsakað til hlítar,