Menntamál - 01.10.1950, Side 26

Menntamál - 01.10.1950, Side 26
168 MENNTAMÁL ég hef enga ástæðu til þess að ætla, að kennari sá, sem áð- ur hafði kennt stúlkunni, hafi ekki rækt starf sitt af full- kominni samvizkusemi. En hvernig haldið þið, að annað eins og þetta orki á óþroskaða unglinga eða réttara sagt hálfgerð börn? Dettur nokkrum í hug, að það geti orðið hvatning til kappsemi í námi eða það verði til þess að auka ástina á námsgreininni? Mér getur að minnsta kosti ekki skilizt það. Hér er áreiðanlega þörf breytinga og það fyrr en síðar. Um beinu kennsluna ætla ég að öðru leyti að vera fá- orður. Það er auðvitað nauðsynlegt, að kennarinn sé all- kunnugur orðaforða barnanna og kenni þeim að rita þau orð, sem þeim eru tömust og þau hafa mest á hraðbergi. En það er vitanlega ekki nægilegt. Einhver mikilsverðasti þáttur íslenzkukennslunnar er að auka orðaforða nem- endanna, og kennarinn verður bæði að fylgjast með þessari aukningu og stuðla að henni. Hann verður jafnframt að kenna nemendanum að stafsetja þessi nýju orð. Eitt af því, sem háir mjög kennurum við stafsetningarkennsluna, er hin fasta skipting í bekkjardeildir. Þó að þessi skipting sé miðuð við almennan þroska og námsgetu nemendanna, fer því fjarri, að öllum innan deildarinnar hæfi hið sama. Ég tel, að kennarinn eigi í samráði við skólastjórann að hafa um þetta atriði frjálsari hendur en nú tíðkast. Ég er sannfærður um það, að skipting í smærri hópa er miklu heppilegri, jafnvel þótt það hefði í för með sér styttri námstíma fyrir hvern nemanda. Það á vitanlega við um alla kennslu, að öllum hæfir ekki hið sama, en þó á þetta fremur við um stafsetningarkennslu enmargtannað. Hvers vegna ætti ekki að gera tilraun með það að skipta hverri deild í 3 hópa og gefa tveimur frí, á meðan einni er kennt, og sjá, hvern árangur það ber ? Ég skýt þessu hér framþeim til athugunar, sem þessum málum ráða. Mér hefur skilzt, að hæfni barna til þess að læra reglur, stafsetningarreglur jafnt sem aðrar reglur, sé mjög misjöfn og þroskist mis-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.