Menntamál


Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 50

Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 50
192 MENNTAMÁL II. Reynslan virðist lciða það í ljós, að áhrif gengislækkunarlaganna og framkvæmd þeirra muni skerða hlut launþega í landinu miklu meir en ætlað var og liin nýja verðlagsuppbót muni alls ekki nægja til að mæta ört vaxandi dýrtíð. Skorar því þingið á stjórn sambandsins, fulltrúa þess í B.S.R.B. og þing og stjórn bandalagsins að vera vel á verði um hag launþega og vinna markvisst með öðrum launþegasamtökum að því, að lífskjör launastéttanna og afkomumöguleikar þeirra verði ekki skertir frá því, sem var, áður en gengi ísl. krónunnar var fellt. III. 11. fulltrúaþing S.Í.B. mótmælir eindregið þeirri aðferð, er laun- þegasamtökin voru beitt á Alþingi, er með einfaldri fjárlagasamþykkt var breytt starfstíma nokkurs iiluta opinberra starfsmanna, án sam- ráðs við launþegasamtökin. Frá allsherjarnefnd: I. 11. fulltrúaþing S.Í.B 1950 er sammála framkominni hugmynd um dvalarheimili aldraðra kennara, og felur sambandsstjórn að vinna að undirbúningi þess máls. II. 11. fulltrúaþing S.Í.B. 1950 lieimilar S.Í.B. fyrir sitt leyti að haldið verði áfram samvinnu við Landssamband framhaldsskólakennara um útgáfu Menntamála til næsta fulltrúajtings. III. Fulltrúaþingið heimilar útgáfustjórn Menntamála að láta ljósprenta þau eintök ritsins, scm nú eru uppseld, svo að auðið sé að selja ritið í heild. IV. 11. fulltrúaþing S.Í.B. felur stjórn sambandsins að vinna að því, að kennarar, sem fá frí með fullum launum til námsdvalar erlendis, fái yfirfært a. m. k. 3^ launa sinna á meðan þeir dveljast við námið. Aðrar tillögur: 1. Út af erindi Lúðvígs Guðmundssonar skólastjóra, um ósamræmi í inntökukröfum í sérskóla kennara (handiða-, íþrótta- og húsmæðra-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.