Menntamál - 01.10.1950, Side 49
MENNTAMÁL
191
V.
Með því að Kennaraskóli íslands hefur um Iangt skeið búið við ó-
fullnægjandi húsnæði og starfsskilyrði, skorar 11. fulltrúaþing S.Í.B.
á Alþingi og ríkisstjórn að veita fé til nýrra bygginga fyrir stofnunina,
og sé að því stefnt, að hægt verði að taka það húsnæði til afnota eigi
síðar en á fimmtíu ára afmæli skólans 1958.
Ennfremur leggur þingið álierzlu á, að æfinga- og tilraunaskóla þeim,
sem gert er ráð fyrir í fræðslulögunum, verði komið upp hið allra
fyrsta.
VI.
Þar sem svo er nú ástatt, að mikill skortur er á skólavörnum í land-
inu, skorar þingið á fræðslumálastjórnina að vinna eftir megni að því,
að gjaldeyrir og innflutningsleyfi verði veitt í sumar til kaupa á þessum
nauðsynjum.
Enn fremur skorar þingið á fræðslumálastjórnina að beita sér fyrir
því, að einn aðili, t. d. Ríkisútgáfa námsbóka annist útvegun og dreif-
ingu skólanauðsynja.
Frd launamdlanefnd:
I.
11. fulltrúaþing S.f.B. lýsir eindregnu fylgi við baráttu stjórnar
S.Í.B. og fulltrúa í B.S.R.B. fyrir kjaramálum kennarastéttarinnar og
telur þær uppbætur, sem fengizt hafa, mikilsverðan áfanga til fullkom-
ins jafnréttis við aðrar launastéttir.
Jafnframt skorar fulltrúaþingið eindregið á næsta Alþingi að
setja lög um laun opinberra starfsmanna, þar sem tryggð séu eftir-
farandi atriði:
1. Að laun hækki a. m. k. scm nemi jjeim uppbótum á grunnlaun,
sem greiddar cru nú.
2. Að byrjunarlaun hækki í hámarkslaun á 4 árum í stað 6 ára nú.
3. Að stéttarsambandinu sé tryggt í lögum, að skipuð verði starfs-
mannanefnd samkvæmt 10. gr. í hinu nýja lagafrumvarpi um laun
opinberra starfsmanna, sem úrskurðar, hver störf rétt sé að telja til
aðalstarfa, og hver beri að launa sérstaklega.
4. Að jafnan, jiegar launagreiðslur á opinberum vinnumarkaði hafa
hækkað um 5%, skuli laun opinberra starfsmanna endurskoðuð til
samræmingar.
í Jrví sambandi bendir Jíingið á, að á meðan ríkisvaldið synjar op-
inberum starfsmönnum um frjálsan samningsrétt um kaup og kjör,
ber ])ví sama rfkisvaldi skylda til að tryggja starfsmönnum sínum hlut-
fallslega jafngóð kjör og jieim, sem samningsrétt hafa.