Menntamál - 01.10.1950, Síða 7

Menntamál - 01.10.1950, Síða 7
MENNTAMAL 149 og meta rök á bága bóga. Að þessu verður óbeint vikið síðar. Ég minntist á það hér að framan, að mér hafi fundizt árangur stafsetningarkennslu minnar lítill. En það eru fleiri en ég, sem kvarta um þetta sama. Björn Guðfinnsson getur þess í háskólafyrirlestri sínum, Breytingum á fram- burði og stafsetningu (bls. 32), að gífurlegum tíma sé varið til stafsetningarkennslu, en árangurinn svari ekki á neinn hátt til tímans. Björn er þeirri hlið málsins miklu kunn- ugri en ég, og ég trúi því vart, að hann fari hér með fleip- ur. Björn bendir á tillögur til úrbóta, og mun ég minnast á þær síðar. En þessi mikli munur á námstíma og námsár- angri ætti að vera öllum mönnum, sem við þessi mál fást, umhugsunarefni. Við stafsetningarkennslu, skilst mér, að eigist við þrír aðiljar: námsefnið, þ. e. stafsetningin, nemandinn og Jcenn- arinn. Einhverjum þessara aðilja, tveimur þeirra eða öll- um, er um að kenna, ef námstíminn er ekki í samræmi við námsárangur. Ef til vill er námsefnið, þ. e. stafsetningin, of þungt, nemandinn lélegur eða kennarinn ekki vaxinn starfi sínu. En við verðum þegar að gera okkur þess grein, að það er ekki á okkar færi að breyta einum þessara þriggja aðilja, nemandanum. Vér kennarar ráðum engu um gáfna- far eða næmi nemenda vorra, því miður. Þar eru önnur öflugri máttarvöld að verki. Hins vegar er kennurum nauð- synlegt að gera sér grein fyrir námshæfni nemenda sinna og andlegum þroska. Án þess getur kennari ekki rækt starf sitt, svo að mynd sé á. Möguleikarnir á breytingum til batnaðar eru því aðal- lega tvenns konar: breytingar á stafsetningunni eða breyt- ingar á kennurunum, þ. e. kennsluhæfni þeirra. Björn Guð- finnsson kýs fyrri möguleikann. En nú mun ég reyna að ræða þá báða, ef vera kynni, að málin skýrðust. Fyrst mun ég ræða námsefnið, stafsetninguna. Að rita mál er að vissu leyti fólgið í því að breyta heyranlegum

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.