Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 7
MENNTAMAL 149 og meta rök á bága bóga. Að þessu verður óbeint vikið síðar. Ég minntist á það hér að framan, að mér hafi fundizt árangur stafsetningarkennslu minnar lítill. En það eru fleiri en ég, sem kvarta um þetta sama. Björn Guðfinnsson getur þess í háskólafyrirlestri sínum, Breytingum á fram- burði og stafsetningu (bls. 32), að gífurlegum tíma sé varið til stafsetningarkennslu, en árangurinn svari ekki á neinn hátt til tímans. Björn er þeirri hlið málsins miklu kunn- ugri en ég, og ég trúi því vart, að hann fari hér með fleip- ur. Björn bendir á tillögur til úrbóta, og mun ég minnast á þær síðar. En þessi mikli munur á námstíma og námsár- angri ætti að vera öllum mönnum, sem við þessi mál fást, umhugsunarefni. Við stafsetningarkennslu, skilst mér, að eigist við þrír aðiljar: námsefnið, þ. e. stafsetningin, nemandinn og Jcenn- arinn. Einhverjum þessara aðilja, tveimur þeirra eða öll- um, er um að kenna, ef námstíminn er ekki í samræmi við námsárangur. Ef til vill er námsefnið, þ. e. stafsetningin, of þungt, nemandinn lélegur eða kennarinn ekki vaxinn starfi sínu. En við verðum þegar að gera okkur þess grein, að það er ekki á okkar færi að breyta einum þessara þriggja aðilja, nemandanum. Vér kennarar ráðum engu um gáfna- far eða næmi nemenda vorra, því miður. Þar eru önnur öflugri máttarvöld að verki. Hins vegar er kennurum nauð- synlegt að gera sér grein fyrir námshæfni nemenda sinna og andlegum þroska. Án þess getur kennari ekki rækt starf sitt, svo að mynd sé á. Möguleikarnir á breytingum til batnaðar eru því aðal- lega tvenns konar: breytingar á stafsetningunni eða breyt- ingar á kennurunum, þ. e. kennsluhæfni þeirra. Björn Guð- finnsson kýs fyrri möguleikann. En nú mun ég reyna að ræða þá báða, ef vera kynni, að málin skýrðust. Fyrst mun ég ræða námsefnið, stafsetninguna. Að rita mál er að vissu leyti fólgið í því að breyta heyranlegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.