Menntamál - 01.10.1950, Síða 40

Menntamál - 01.10.1950, Síða 40
182 MENNTAMÁL Vinnubók í átthagafræSi. Nágrannaþjóðir okkar leggja mikla áherzlu á kennslu í átthagafræði í yngstu bekkjum barnaskólanna. Hafa víða verið gefin út margs konar hjálpargögn við þá kennslu, og eru mörgum kennurum kunnar átthagafræðibækur Sjöholms. Við íslendingar höfum verið furðu tómlátir um þessa merku kennslugrein og má telja, að kennsla í átthagafræði sé svo til engin hér á landi, þótt námsskráin frá 1929 mæli fyrir um kennslu í þeirri grein. Hin nýja námsskrá (drög að námsskrá) fyrirskipar einnig, að átthagafræði skuli kennd í 7, 8 og 9 ára bekkjum og mælir fyrir um, hvað kenna beri í hverjum aldursflokki. Nú munu flestir kennarar sammála um það, að átthaga- fræðin sé ákjósanleg námsgrein til þess að glæða fróð- leikslöngun barna, fá þeim í hendur heppileg verkefni til þjálfunar og þroska, kynna þeim umhverfið og auka les- leikni þeirra, ekki sízt, ef átthagafræðin og lesefnið er sam- ræmt. En samt er átthagafræðin lítið sem ekkert kennd, og orsökin til þess eflaust sú, að engin hjálpargögn eru fyrir hendi. Það ber því vissulega að fagna þeirri framtakssemi Kennarafélags Eyjafjarðar að ráðast í útgáfu „Vinnubók- ar í átthagafræði". Vinnubók þessi er 23 blöð um hita, ljós, tíma og sam- göngur. Hvert blað er með einni eða fleiri myndum, er sýna þróunina frá fortíð til nútíðar. Fyrir neðan myndirnar eru nokkrar línur, þar sem börnin geta skráð athugasemdir sínar, og eins má bæta blöðum inn í bókina, þar sem hún er lausblaðabók. Svo virðist sem hvert barn eigi að fá sína bók, vinna í hana, lita myndirnar og skrifa á blöðin. Kenn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.