Menntamál - 01.10.1950, Side 58

Menntamál - 01.10.1950, Side 58
m MENNTAMÁL í kennslu sinni en nú er. — í málinu var engin samþykkt gerð, en því vísað til fræðslumálastjóra til frekari undirbúnings fyrir næsta skóla- stjórafund. Fundur hafði staðið með nokkrum hléum til kl. 1.30 eftir miðnætti. Miðvikudagur 19. júlí. Fundur kl. 10 f. h. Félagsmál skólanna. Framsm. Helgi Þorláksson. Svohlj. till. samþ. „Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til þess að undirbúa tillögur um félagsstarfsemi í framhaldsskólum og skili hún áliti til fræðs 1 umá 1 astjóra.“ íþróttir. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi flutti erindi. Eftirfar- andi till. samþ. „Fundurinn samþykkir að skora á heilbrigðisstjórn og fræðslumála- stjórn að auka heilbrigðiseftirlit f skólum, með |>ví nieðal annars að notuð verði heimild í fræðslulögum um skipun skólayfirlæknis." Ferð i Fljótsdal. Fræðslumálastjóri bauð fundarmönnum f skemmtifcrð inn í Fljóts- dal. Var mönnum skipt f tvo hópa, sem óku sitt hvorum megin Fljóts og mætumst innan við fljótsbotn, hjá Hrafkelsstöðum. Farið var yfir fljót á ferjum. Óku jtannig báðir hóparnir kringum fljótið. Ekið var í jeppum austan fljóts, en litlum fólksflutningsbifreiðum vestan. Kom- ið var við á Egilsstöðum, Valþjófsstað og Skriðuklaustri og höfð stutt viðdviil á hverjum stað. Hallormsstaðarskógur var skoðaður, svo og byggðasafnið á Skriðuklaustri. Lagt var af stað kl. 3 e. hád. og komið aftur að Eiðum um kl. 11. Ferðin var hin ánægjulegasta, veður var að vísu fremur dimmt og kalt, en jmrrt. Er ]>etta fyrsti stóri ferðamannahópurinn, sem ekur þessa lcið, sem líkleg er til áð verða vinsæl. Við sameiginlegt borðhald, eftir að heim var komið, sagði Þorsteinn M. Jónsson drög úr sögu Fljótsdalshéraðs og Eiðastóls, en Þórarinn Þórarinsson úr sögu Eiðaskóla. Þ. M. J. þakkaði Þórarni skólastjóra og frú hans móttökuna, en sá síðarnefndi þakkaði gestum komuna. 20. júli. Fundur kl. 9 f. h. Aðalsteinn Eiríksson fulltrúi ræddi fjármál skól- anna, skýrslugerðir o. fl. Bornar fram jxikkir til fræðslumálastjóra, fundarstjóra, skólastjóra Eiðaskóla o. fl. Fundi slitið kl. 101B f. h. (Tekið úr fundargerð).

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.