Menntamál - 01.10.1950, Side 30
172
MENNTAMÁL
ingssvæðunum. Þetta er rétt að hafa hugfast í sambandi
við það, sem hér fer á eftir.
II.
Hér er nauðsynlegt að gera nokkra grein fyrir hv-fram-
burði og fc'y-framburði. Innan hvors framburðarfyrir-
bæris um sig eru mismunandi tegundir eða áfbrigði. Á
þetta þó einkum við um /iv-framburðinn. — Þess er og
vert að geta hér, áður en lengra er haldið, að hv-hljóÖhafar
kallast þeir, sem eingöngu nota áu-framburð (bæði kringd-
an og ókringdan), lcv-hljóðhafar þeir, sem nota aðeins lcv-
framburð, og blendingshljóðhafar þeir, sem nota hv-fram-
burð og frv-framburð á víxl.
Hv-framburður: Tvær eru aðaltegundir hans: kringdi
framburðurinn [x"]: [xwolpYr], hvolpur, og ókringdi
framburðurinn [x] : [xolpvr]. — Kringingin í framburði
[x"]-hljóðhafa getur verið dálítið misjöfn, en yfirleitt er
hljóðið fremur lítið kringt. Fyrir kemur samt allmikið
kringt /i-y-hljóð [xw], þegar menn eru að „vanda“ sig í
framburði, einkum við ræðuflutning og upplestur. Ber
sérstaklega á þessu hjá upprunalegum /cv-hljóðhöfum,
sem tamið hafa sér ái;-framburð að meira eða minna leyti,
en á síðustu árum hefur orðið talsvert vart tilhneiging-
ar til varðveizlu þess framburðar, einkum meðal mennta-
manna í Reykjavík. — Ókringda framburðinn [x], sem
á aðalheimkynni sín í Skaftafellssýslum, hafa fáir eða jafn-
vel engir óblandaðan, heldur nota þeir kringda framburð-
inn jafnhliða hinum ókringda, sumir lítið, aðrir mikið.
Kringingin er þá oft mjög mismunandi. Stundum er hún
svo lítil, að tæpast verður greint, en stundum söm og í
venjulegum framburði [x"]-hljóðhafa — eða á einhverju
stigi milli þessa tvenns.
/Tá-framburður víkur nú mjög fyrir /cv-framburði. Jafn-
hliða verður lítillega vart andstæðu þessarar breytingar,
þ. e. [khv > x"], aðallega í sumum orðum, sem hefjast á