Menntamál


Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 56

Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 56
198 MENNTAMÁL Fundur gagnfræða- og héraðs- skólastjóra var haldinn að Eiðiun dagana 17.-20. júlí s. 1. Fundinn sátu flestallir gagnfræða- og héraðsskólastjórar landsins, enn fremur rektor Mennta- skðlans í Reykjavík, skólameistarinn á Akureyri, form. landsprófs- nefndar og nokkurir fleiri. Mánudagur 17. júli. Fræðslumálastjóri setti fundinn kl. 10 f. h. og stakk upp á tveimur fundarstjórum, þeim: Þórarni Þórarinssyni, Eiðum og Þorsteini M. Jónssyni, Akureyri. Voru þeir kjiirnir einróma. Fundarritarar voru kosnir: Jóhann Jó- hannsson, Siglufirði og Ragnar Jóhannesson, Akranesi. Þá flutti fræðslumálastjóri ræðu og gerði grein fyrir tilgangi fundarins. Að svo búnu var kosin námskrárnefnd. Hólust þá frjálsar umræður um nám og námsskrár. Síðar um daginn flutti Magnús Jónsson erindi um verk- nám. Fóru fram nokkrar umræður urn það efni á eítir. Að jjeim lokn- um var haldið álram umræðum um námsskrána. Þriðjudagur 18. júli. Fundur hófst kl. 10. Ármann Halldórsson, Reykjavík, flutti erindi. — Því næst lagði fræðslumálastjóri fyrir fundinn til umsagnar uppkast að frumv. lil laga um forgangsrétt megistera og kandidata i islenzkum frteðum til kennslu í öllum framhaldsskólum, sent styrktir eru af ríkis- fé. Fylgdi því umsögn fræðsluinálastjóra. Nefnd var kjörin í málið Næst flutti form. L.S.F.K., Helgi Þorláksson, erindi unt launamál kennara og skólasljóra i framhaldsskólum. Svohljóðandi tillaga var var samþykkt: „Fundurinn er í uðalatriðum samjjykkur aðgerðum stjórnar Lands- sambands framhaldskólak. um launamál kennara og skólastjóra þessara skóla. Jafnframt ákveður lundurinn að kjósa 3 skólastjóra til að vera stjórn sambandsins til aðstoðar við væntanlega endurskoðun launa- laganna." Fundarhlé kl. 12 á hádegi.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.