Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 6
148
MENNTAMÁL
Ég hef rakið þessa sögu hér nokkuð nákvæmlega. En
enginn skyldi ælta, að ég hafi gert það af nokkurs konar
fordild eða hégómaskap, heldur af því að ég geri ráð fyrir
því, að ýmsir kennarar hafi svipaða sögu að segja, og mér
virðist mega draga af henni nokkra lærdóma. Ég hef kennt
mörgum nemendum, sem mér hefur virzt svipað ástatt um
og mig, og ég þykist vita, að flestir kennarar hafi líka
sögu að segja. Það, sem ég vildi alveg sérstaklega benda
á í þessu sambandi, er, að kennarar, sem aldrei hafa lagt á
sig það mikla erfiði, sem er því samfara að læra flóknar
og hundleiðinlegar stafsetningarreglur, verða að gera sér
grein fyrir því mikla erfiði, ég vildi næstum því segja sál-
arkvöl, að nema íslenzka stafsetningu á þann hátt að hafa
í huganum fjöldann allan af reglum og heimfæra einstök
dæmi undir þær.
Nú vildi ég mega biðja þess, að enginn misskildi mig. Ég
vil þegar í upphafi taka það fram, að ég tel fulla nauðsyn
bera til þess, að fólk almennt nái góðum tökum á íslenzkri
stafsetningu. Á þessu tel ég því meiri þörf, því minni sem
skilningur fólks er á nauðsyn þess, að þessu atriði sé gaum-
ur gefinn. En á því bryddir nokkuð, að almenningur telji
stafsetningarkennslu lítið gildi hafa og telji jafnvel, að
hún eigi rætur að rekja til andleysis kennara. En sálar-
kvölin, stafsetningarreglurnar, er, að því er ég hygg, nauð-
synleg. Ég kann að minnsta kosti enga aðra aðferð við
stafsetningarkennslu, sem almennt sé vænlegri til árang-
urs. ,
En þá kynni einhver að spyrja: Er ekki unnt að koma
fram með einhverjar breytingar, sem orðið geta til bóta?
Slík spurning er eðlileg, og hún er meira en það. Við meg-
um aldrei gleyma þeirri spurningu eða öðrum, sem ganga
í svipaða átt. Það er ávallt bráðnauðsynlegt að hafa hug-
ann opinn fyrir nýjungum jafnt í þessum efnum sem
öðrum. Á hinn bóginn er einnig jafnnauðsynlegt að láta
ekki nýjungagirnina hlaupa með sig í gönur, heldur vega