Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL
XXIII. 3.
SEPT.—OKT.
1950
HALLDÓR HALLDÓRSSON:
Rabb um íslenzka stafsetningu.
Erindi flutt á þingi norðlenzkra barnakennara.
9. júní 1950.
Eiríkur Sigurðsson kennari fór þess á leit við mig fyrir
hálfum öðrum mánuði, að ég flytti hér fyrirlestur um
íslenzka stafsetningu. Ég get ekki láð Eiríki, að hann skyldi
fara á fjörurnar við mig um þetta, því að mér er ógern-
ingur að neita því, að ég er nokkuð við stafsetningarmál
riðinn. Ég hef um alllangt skeið stundað íslenzkukennslu,
og þá um leið stafsetningarkennslu, og ég hef samið tvær
bækur, er varða íslenzka stafsetningu. Ég ætti því að geta,
og get, sagt ýmislegt um þetta efni. En þó er mcr nær að
ætla, að Eiríkur hafi verið seinheppinn í vali. Ef satt skal
segja, hefur mér alltaf virzt árangur af stafsetningar-
kennslu minni ömurlega lítill. Mér hefur fundizt, að ég
hefði ekki örindi sem erfiði. Þetta hefur orðið til þess,
að ég hef, ef til vill, hugsað meira um þennan þátt náms-
efnisins en aðra. Það er sagt, að ýmsir merkir uppeldis-
fræðingar hafi verið misheppnaðir uppalendur. Ástæðan
gæti verið sú, að lélegUr árangur í uppeldi barna þeirra
hafi orðið þeim tilefni til spaklegra hugleiðinga, er