Menntamál - 01.10.1950, Síða 44
186
MENNTAMÁL
Mót Sambands norlenzkra barna-
kennara á Akureyri.
Vikuna 4.-10. júní hélt Samband norlenskra barnakennara mót á
Akureyri.
Mættir voru Irarnakennarar xir Skagafjarðar- Eyjafjarðar- og báðum
Þingeyjarsýslum. Stjórn sambandsins undirbjó mótið ásamt námsstjóra.
í lögum sambandsins er svo fyrir mælt, að kennaramót skuli lialdið
annað hvert ár og flytjast milli héraða. Er stjórn sambandsins skipuð
kennurum af j)ví svæði, jrar sem mótin eru haldin hverju sinni.
Mótið sóttu 70 kennarar af félagssvæðinu. Þetta mót var þríjtætt:
námsskeið, skólavinnu- og kennslutækjasýning og umræðufundir.
Á námsskeiðinu fór fram kennsla í ýrniss konar skólavinnu (föndri).
Kennari var ungfrú Elinborg Aðalbjarnardóttir kennari við Hand-
íðaskólann.
Sýnikennsla í lestri, er fón J. Þorsteinsson kennari á Akureyri hafði
með höndum og leiðbeiningar í reikningskennslu og vinnubókagerð,
er Jónas 15. Jónsson fræðslufulltrúi Reykjavíkur annaðist.
Á mótinu voru þessi erindi flutt:
„Þýðing áhugans í uppeldi og starfi“, 2. erindi. Dr Matthías Jónas-
son. „Uppeldi og fræðsla" og „Vaxtarþráin". Sr. Jakob Kristinsson.
„EJm íslenzka stafsetningu". Halldór Halldórsson menntaskólakenn-
ari. „Nýja skólalöggjöl'in". Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. „Skyldur
ráðandi kynslóðar við yngstu borgarana". ísak Jónsson skólastjóri.
„Skólar og uppeldi". Snorri Sigfússon námsstjóri. „Skólarnir of lífið“.
Hannes J. Magnússon skólastjóri.
Þrír þeir fyrst töldu, fluttu erindi sín á kvöldin, og var bæjarbúum
gefinn kostur á að hlýða á þau.
Notfærðu sér það margir öll kvöldin.
Annar þáttur mótsins var sýningin. Höfðu margir skólar sent muni
á sýninguna. Var hún fjölbreytt og mjög athyglisverð og ýrnsir hlutir
jiar frábærlega vel gerðir.
Sýning kennslutækja var aðallega frá Húsavík og Akureyri.
Auk mótsgesta skoðuðu fjöldi bæjarmanna sýningarnar.
Á fundum kennarasambandsins voru þessi mál rædd:
1. Um vinnubækur og gildi þeirra í skólastarfinu.