Menntamál - 01.10.1950, Side 11
MENNTAMÁL
153
taka rækilega fram, að engan veginn má flana að breyt-
ingum. Þær verður að undirbúa af mestu gaumgæfni.
Af þessu, sem ég hef nú sagt, ætti einnig að vera ljóst
hið nána samband milli framburðar og stafsetningar, þó
að ég telji að vísu, að það ætti að vera enn nánara. En á
ein vandkvæði við framburðarstafsetningu hef ég ekki
minnzt. Þessi vandkvæði eru fólgin í því, að allverulegur
munur er á framburði í ýmsum landshlutum. Við meg-
um þó ekki mikla þennan mun í augum okkar. Hann er
ekki það mikill, að hann tálmi á nokkurn hátt, að lands-
menn skilji hverjir aðra af þeim sökum. Hingað til hefur
ekki verið talið nauðsynlegt að samræma framburðinn,
þ. e. að lögbjóða, að tiltekinn framburður sé kenndur í
skólum eða notaður við tilteknar menningarstofnanir, svo
sem útvarp eða leikhús. Nú hafa hins vegar heyrzt raddir,
er hníga í þessa átt. í fyrirlestri Björns Guðfinnssonar,
þeim er ég minntist á fyrr í erindinu, eru gerðar tillögur
um þetta mál. Ég vil taka það fram, að ég vil ekki að svo
komnu máli ljá þessum tillögum lið. Hér er hvorki staður
né stund til þess að rökstyðja þessa skoðun. Þá samræm-
ingu, sem allir eru sammála um, t. d. útrýmingu hljóðvill-
unnar, tel ég óþarft að lögbjóða. Einnig má vera, að eðli-
legt sé, að leikhús samræmi framburð einstakra leikara,
en slíkt er einnig hægt að gera án allrar löggjafar. Um
hitt er ég Birni hjartanlega sammála, að nauðsynlegt sé
að taka upp nokkra framburðarkennslu í barnaskólum, en
ég hygg, að sú kennsla eigi ekki að vera fólgin í því að
segja börnunum, að réttara sé að segja hvað en kvað eða
annað þess konar, heldur í leiðréttingu flámælisins og al-
mennri kennslu í því að beita talfærunum svo, að fram-
burður verði skýrari. Mér finnst dálítið skemmtilegur
munurinn, sem er á framburði í einstökum héruðum, og
ég vildi ógjarna, að honum væri útrýmt. Mér þykir leitt
til þess að vita, að margir kunna ekki að meta fjölbreyti-
leikann. Og í rauninni er það svo, að einn framburður