Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 153 taka rækilega fram, að engan veginn má flana að breyt- ingum. Þær verður að undirbúa af mestu gaumgæfni. Af þessu, sem ég hef nú sagt, ætti einnig að vera ljóst hið nána samband milli framburðar og stafsetningar, þó að ég telji að vísu, að það ætti að vera enn nánara. En á ein vandkvæði við framburðarstafsetningu hef ég ekki minnzt. Þessi vandkvæði eru fólgin í því, að allverulegur munur er á framburði í ýmsum landshlutum. Við meg- um þó ekki mikla þennan mun í augum okkar. Hann er ekki það mikill, að hann tálmi á nokkurn hátt, að lands- menn skilji hverjir aðra af þeim sökum. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að samræma framburðinn, þ. e. að lögbjóða, að tiltekinn framburður sé kenndur í skólum eða notaður við tilteknar menningarstofnanir, svo sem útvarp eða leikhús. Nú hafa hins vegar heyrzt raddir, er hníga í þessa átt. í fyrirlestri Björns Guðfinnssonar, þeim er ég minntist á fyrr í erindinu, eru gerðar tillögur um þetta mál. Ég vil taka það fram, að ég vil ekki að svo komnu máli ljá þessum tillögum lið. Hér er hvorki staður né stund til þess að rökstyðja þessa skoðun. Þá samræm- ingu, sem allir eru sammála um, t. d. útrýmingu hljóðvill- unnar, tel ég óþarft að lögbjóða. Einnig má vera, að eðli- legt sé, að leikhús samræmi framburð einstakra leikara, en slíkt er einnig hægt að gera án allrar löggjafar. Um hitt er ég Birni hjartanlega sammála, að nauðsynlegt sé að taka upp nokkra framburðarkennslu í barnaskólum, en ég hygg, að sú kennsla eigi ekki að vera fólgin í því að segja börnunum, að réttara sé að segja hvað en kvað eða annað þess konar, heldur í leiðréttingu flámælisins og al- mennri kennslu í því að beita talfærunum svo, að fram- burður verði skýrari. Mér finnst dálítið skemmtilegur munurinn, sem er á framburði í einstökum héruðum, og ég vildi ógjarna, að honum væri útrýmt. Mér þykir leitt til þess að vita, að margir kunna ekki að meta fjölbreyti- leikann. Og í rauninni er það svo, að einn framburður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.