Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 32
174
MENNTAMÁL
Austurlands að takmörkum Skeggjastaðahrepps og Vopna-
fjarðarhrepps í Norður-Múlasýslu, SancLvíkurheiði.
Um takmörk þessa svæðis að vestan, við Norðurá, er
þetta helzt að segja: Vestan árinnar varð ég var fáeinna
dæma blendingsframburðar (hv kv), en þau reyndust
ýmist vera aðflutt eða áunnin. Annars rakst ég þar ekki
á /it’-framburð, hvorki hjá börnum né fullorðnu fólki. í
rauninni er ekki heldur við því að búast, að /i'a-framburð-
ur varðveitist á þessum slóðum. Þjóðleiðin milli Suður-
lands og Norðurlands liggur þarna um, og ferðamanna-
straumurinn er geysimikill. Þarna eru fjölsóttir ferða-
mannastaðir með stuttu millibili: Borgarnes, Svignaskarð,
Hreðavatn, Forni-Hvammur. Langsamlega flestir þeirra,
sem fara þessa leið eða dveljast á nefndum stöðum, eru
/cv-hljóðhafar. Slíkt hefur óhjákvæmilega sín áhrif.
1 þeim sveitum Mýrasýslu, sem liggja austan Norðurár,
ber hins vegar talsvert á fe?;-framburði enn. Á þetta þó
ekki almennt við framburð barna, því að þau eru flest —
eða um 70% — hreinir /«;-hljóðhafar (12% höfðu blend-
ingsframburð og 18% k-y-framburð), en margt fullorðið
fólk hefur /M;-framburð, einkum gamalt fólk. Þess vegna
virðist fyllilega réttmætt að draga markalínuna milli lcv-
svæðisins og blendingssvæðisins við Norðurá.
Endamörk fcr-svæðisins að austan hef ég sett við Sand-
víkurheiði. Þetta virðist hafa við full rök að styðjast. I
Skeggjastaðahreppi (sem er norðan heiðarinnar) rakst
ég aðeins á einn hljóðhafa, sem hafði blendingsframburð
(hv + kv), og hann var aðfluttur. Allir aðrir, bæði ung-
ir og gamlir, voru hreinir /cv-hljóðhafar. I Vopnafirði
(sem er sunnan Sandvíkurheiðar) ber hins vegar talsvert
á /iv-einkennum: H-r-framburð höfðu 12%, blendingsfram-
burð 46%, en hreinan /cv-framburð 42%. Hjá fullorðnu
fólki, einkum gömlu fólki, í Vopnafirði ber mun meira á
/ií;-framburði en hjá börnunum, og er því augljóst, að all-