Menntamál - 01.10.1950, Side 9

Menntamál - 01.10.1950, Side 9
MENNTAMÁL 151 er þessu farið um miklu fleiri atriði, þó að menn geri sér ekki grein fyrir því. Vér Islendingar blekkjum sjálfa oss geysimikið, er vér segjum, og erum mikillátir af, að tunga vor hafi haldizt óbreytt í þúsund ár. Það er auðvitað ekki rétt, að hún hafi haldizt óbreytt, en hins vegar er það rétt, að hún hefur haldizt tiltölulega lítið breytt. En til- tölulega er afstætt hugtak. Hér er átt við það, að tungan hafi breytzt fremur lítið, ef miðað er við breytingar skyldra tungumála á sama tímabili. Ef málið er rakið nán- ara og athugað ofan í kjölinn, kemur í ljós, að orðaforði eða réttara sagt stofnaforði og beygingarkerfi íslenzkunnar hafa haldizt óbreytt í öllum verulegum atriðum, að sam- hljóðakerfið hefur ekki breytzt verulega, en sérhljóðakerf- ið hefur hins vegar orðið fyrir róttækum breytingum. En vitanlega skiptir sérhljóðakerfið mjög miklu máli fyrir stafsetninguna. Þetta síðasta atriði skal nú rökstutt með einstökum dæmum. Fjölmörg sérhljóðatáknanna merktu allt annað áður fyrr en nú, en sumt af því skiptir litlu máli fyrir stafsetn- ingarkennsluna. Er við setjum t. d. kommu yfir a, merkir það, að hljóðið sé borið fram sem tvíhljóð (þ. e. aú), en fyrr á öldum var þetta lengdarmerki. Þær sérhljóðabreyt- ingar, sem takmarkaðri eru, þ. e. miðast við grannhljóð sín, geta oft engu síður valdið örðugleikum í stafsetning- unni. í fornmáli hefur t. d. a í bagi ogaí fara táknað sama hljóð. Nú fer því fjarri, að svo sé. Þeim örðugleikum, sem stafa af fornleika stafsetningar- innar, má skipa í tvo hópa. 1. Sömu stafir eru notaðir til þess að tákna mismunandi hljóð eða hljóðasambönd. 2. Mismunandi stafir eru notaðir til þess að tákna sama hljóð eða hljóðasamband. Um fyrra atriðið mætti taka sem dæmi, að a í fara, bagi, langar táknar mismunandi hljóð. Ástæðan til þess, að a er í nútíðarstafsetningu látið tákna þessi mismunandi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.