Menntamál - 01.10.1950, Síða 35
MENNTAMÁL
177
svæðunum, og hv-svæðið minnkar óðum frá báðum hlið-
um.
IV.
Hér að framan hefur verið gerð nokkur grein fyrir
útbreiðslu /iv-framburðar og /w-framburðar. Skal nú vik-
ið að þróun þessa framburðarfyrirbæris — eða því, hvern-
icj hljóðbreytingin hv > kv virðist fara fram. Rúmsins
vegna er ekki unnt að geta nema allra helztu atriða. T. d.
verður að sleppa með öllu að skýra frá sambandi kringda
og ókringda /iv-framburðarins innbyrðis [x'v-x].
Ég hafði ekki lengi fengizt við mállýzkurannsóknir, þeg-
ar ég veitti því athygli, að sumir þeir, sem voru að skipta
um framburð (blendingshljóðhafarnir), breyttu hv í kv
frekar í einu sambandi en öðru. Þannig gat t. d. sami hljóð-
hafi sagt [k''va:ð], hvað, og [k"vi:dYr], hvítur, en hins
vegar [xwDlpyr], hvolpur, og [x"’Y"t:i], hvutti. Þetta kom
mér til að ætla, að þróunin kynni á einhvern hátt að standa
í sambandi við sérhljóðin, sem fara á eftir hv-. Auðvitað
gat eitthvað annað komið til greina, en þetta atriði virt-
ist samt sem áður þess vert, að því væri gaumur gefinn.
Ég samdi því sérstakan framburðartexta til notkunar við
rannsóknir á þessu fyrirbæri — auk þess, sem ég athug-
aði það einnig með öðrum aðferðum. — Textinn var á þessa
leið:
Hann hvatti mig til að hverfa á brott héðan. —
Þessi hver er leirhver. — Kisa varð hvöss á brún og
hvæsti, þegar hún sá hvutta. — Hann spurði, hvort
þeir væru komnir í hvarf. — Hestinum varð hverft
við, þegar hann heyrði þetta kynlega hvás eða hvæs,
enda var hann hvumpinn að eðlisfari. — Hvi ferðu
ekki úr hvundagsfötunum ?’) — Fyrsta grátliviðan var
1) Hér er vikið frá venjulegum rithætti (ritað hvun-) af hIjóðfræði-
legum ástæðum.