Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 48
190
MENNTAMÁL
ar fiilltrúaþingiS á Alþingi, ríkisstjórn og stjórnir bæja- og sveitar-
félaga, að veita nægilegt fé til þess, að verknám það, sem að framan
greinir, sé framkvæmanlegt.
b) að nám í unglingaskólum verði eðlilegt áframhald af barnaskóla-
náminu og dregið verði ór námsefni og prófkröfum frá því sem
nú er, og varar við því, að nám barnaskólanna sé miðað um of við
framhaldsnámið.
í þessu sambandi bcndir þingið á nauðsyn þess, að hraðað sé
útgáfu kennslubóka fyrir barna- og unglingaskóla, og séu jrær í sem
fyllstu samræmi við námskröfur væntanlegrar námsskrár.
II.
Vangefin börn.
11. fulllrúaþing S.Í.B. telur jrað mikið vandamál í uppeldismálum
þjóðarinnar, hvað gera eigi við vangefin börn, sem ekki eiga samleið
um skólavist með öðrum börnum.
Svo sem kunnugt er, vinnur dr. Matthías Jónasson að rannsóknum
á greindarþroska ísl. barna. Þær rannsóknir hafa staðfest það álit kenn-
ara, að til eru allmörg börn, sem þarfnast sérstakrar uppeldislegrar
aðhlynningar við sitt hæfi.
Að þessu athuguðu skorar þingið á yfirstjórn fræðslumálanna að
fela dr. Matthíasi Jónassyni að gera tillögur um á hvern hátt megi
koma á fót stofnun, er leiðbeini um þessi vandamál. Að þeim tillögum
fengnum óskar þingið, að menntamálaráðuneytið leggi fram frumvarp
á Alþingi um lausn þessa máls.
III.
Kennslukvikmyndir.
Jafnframt því að fulltrúajúngið lýsir sig samþykkt tillögu Jónasar
B. Jónsson um þörf á skipulagi við framleiðslu og kaup kennslukvik-
mynda, telur þingið að tilfinnanleg vöntun sé á myndum í heilsu-
fræði og lífeðlisfræði og j)ó sérstaklega myndum af áhrifum áfengis
og tóbaks á mannlegum líkama, og úr því Jtyrfti tafarlaust að bæta.
Felur það stjórn S.Í.B. málið til athugunar og aðgerða.
IV.
Námsskrá.
Þar sem nokkur reynsla er nú fengin af framkvæmd námsskrár barna-
skólanna, beinir furltlúajting S.Í.B. þeim eindregnu tilmælum ti 1
kennara og kennarafélaga að senda fræðslumálastjórn álit sitt og
tillögur um Jiær breytingar og endurbætur, sem Jicir telja að gera Jiurfi
á námsskránni.