Menntamál - 01.10.1950, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL
173
kv, en eru annars söm eða svipuð orðum, sem hefjast á
hv: [khva:8 > x"'a:8], kvað (þátíð af sögninni að kveða),
sbr. forn. hvað. Slíkar andstæðubreytingar eiga sér hlið-
stæður í öðrum íslenzkum mállýzkum (sbr. Mállýzkur I,
210,—211. bls.).
Fyrir kemur það, að [x>kh], t. d. [xa :ð > kha :ð],
hvað, en þetta er ákaflega sjaldgæft. Mun yfirleitt hafa
verið gert meira úr þessari breytingu en efni standa til.
Kv-framburður: Afbrigði hans eru ekki eins skýr og
afbrigði Áv-framburðarins geta verið. Þó virðist mér mun-
ur á fráblæstri /c-hljóðsins eftir því, hvar er á landinu.
Ætla ég, að hann sé yfirleitt nokkru meiri á harðmælis-
svæðinu (þ. e. þar, sem borin eru fram fráblásin harð-
hljóð, ph, th, khj, k\ í innstöðu á eftir löngu sérhljóði, sbr.
Mállýzkur I, 155. bls. o. áfr.) en annars staðar á landinu.
Fyrir kemur, að /c-hljóðið missir fráblásturinn og verð-
ur jafnvel stundum að linhljóði. Á þetta einkum við í
spurnarorðunum — hjá þeim, sem bera þau fram með kv-
framburði: [vi:8 khva:8 auht:Y > viðkva(ð) auht:y >
vjð.§va(ð) auht:v], við hvað áttu?
III.
í yfirliti því, sem hér fer á eftir, yfir útbreiðslu hv-
framburðar og kv- framburðar skipti ég landinu í eftir-
greind mállýzkusvæði: hv-svæði, kv-svæði og tvö blendings-
svæði, annað suðvestan lands, en hitt austan lands. Slík
skipting er nauðsynleg, þegar gera skal grein fyrir þess-
um mállýzkuatriðum, en varað skal við að skilja hana of
bókstaflega. Sannleikurinn er sá, að um skörp takmörk
milli svæðanna er yfirleitt ekki að ræða.
Kv-svæði.
Kv-svæðið hefst að vestan í Mýrasýslu, við Norðurá, og
nær síðan yfir Vesturland, allt Norðurland og nyrzta hluta