Menntamál - 01.10.1950, Qupperneq 25
MENNTAMAL
167
I ágætri kennslubók í stafsetningu og stílagerð, ætlaðri
barnaskólum, eftir Friðrik Hjartar, er á bls. 92 birtur
einkunnastigi, sem mér skilst, að notaður sé í barnaskól-
um við einkunnagjöf í stafsetningu. Þessi einkunnastigi
er miðaður við 90 orð. Samkvæmt honum skal gefa 0, ef
öll orðin eru rangt rituð. Samkvæmt þeim einkunnastiga,
sem nú er notaður við landspróf, er einkunnin 0, ef gerðar
eru 24 villur. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Þessi
stigi er miðaður við 170—175 orð, og þar er ekki nægilegt
að telja hvert rangritað orð eina villu, heldur er dregið
af fyrir hverja skekkju í rithætti, þótt margar séu í sama
orði. En því minnist ég á þetta atriði, að ég hef orðið þess
var, að þessi mikli munur á kröfum orkar illa á nemend-
urna, þeim liggur við að missa kjarkinn fyrst í stað. Um
þetta atriði langar mig til að segja sögu, sem merkur borg-
ari hér í bæ sagði mér ekki alls fyrir löngu. Eitt sinn sem
oftar fékk nemandi, sem stundað hafði nám í undir-
búningsdeild gagnfræðaskóla nokkurs, að sitja og hlýða
kennslu síðara hluta vetrar í Menntaskólanum hér. Ég
kenndi þá íslenzku í þeim bekk. Nemandinn, sem var
stúlka, taldi sig mjög færa í stafsetningu, því að hún
hafði jafnan fengið 10 fyrir stafsetningarverkefni þau,
sem hún átti að leysa af hendi í skóla þeim, sem hún hafði
stundað nám í. En þegar hún kemur til mín, bregður svo
kynlega við, að hún fær ávallt 0. Stúlkan hafði ekki lært
z-reglur, er hún kom til mín. Mér er nær að halda, að þessi
saga sé sönn, því að ég veit, að sú hliðin, er veit að mér,
er það. En hvernig stendur á því, að slíkt eða þvílíkt get-
ur komið fyrir? Er þetta sök mín eða er það sök þess skóla,
sem stúlkan hafði áður stundað nám í ? Ég hygg, að hvor-
ugum sé um að kenna. Hér er eitthvað bogið við skipulag-
ið. Skipanirnar að ofan þurfa að breytast. Ég sé það að
minnsta kosti á nýafstöðnu landsprófi, að kröfur þær, sem
ég hef gert til nemenda minna í stafsetningu, eru í fullu
samræmi við það, sem yfirstjórn þessara mála ætlast til, og